Það jákvæða við umferðina: Spennan var í algleymingi og í helmingi leikjanna voru skoruð mörk sem réðu úrslitum á síðustu sekúndunum.
Það neikvæða við umferðina: Mætingin var ekki upp á marga fiska á flestum leikjum, frekar en í fyrstu umferðinni. Við viljum fleiri áhorfendur á völlinn!
Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: Á Kaplakrikavelli þar sem nýliðar KA náðu í stig gegn Íslandsmeisturunum. Glæsileg mörk voru skoruð í leiknum og dramatíkin var mikil þegar Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði á lokasekúndunum.
EKKI lið umferðarinnar:
Eyjamenn eiga fimm fulltrúa í EKKI liðinu enda var frammistaða liðsins í Garðabæ ekki til eftirbreytni. Athygli vekur að átta af ellefu í EKKI liðinu eru erlendir leikmenn. Ekki nógu margir erlendir leikmenn að bæta við gæðum í deildinni hingað til.
Frændur með flautumörk: Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmark KR á lokasekúndunum gegn Víkingi Ólafsvík í gær. Ásgeir Sigurgeirsson, frændi hans, stal svo senunni í gær með jöfnunarmarki fyrir KA. Húsvísku frændurnir ræddu svo málin á Twitter eftir leik.
@palmirafn Læri bara af þeim bestu!
— Asgeir sigurgeirsson (@Asgeirsig) May 8, 2017
Einn sem bjó til góða fyrirsögn: Hallgrímur Mar Steingrímsson sá ekki aukaspyrnu sína fara í netið gegn FH. Hallgrímur er svo lágvaxinn að hann sá boltann ekki eftir að hann fór yfir varnarvegginn hjá FH!
Traðk umferðarinnar: Derby Carillo, markvörður ÍBV, fékk á sig vítaspyrnu þegar boltinn var ekki nálægt í byrjun leiks gegn Stjörnunni. Derby traðkaði þá á Brynjari Gauta Guðjónssyni í kjölfarið á hornspyrnu. Heimskulegt og ekki byrjunin sem Eyjamenn þurftu í leiknum.
Letingi umferðarinnar: Muhammed Mert, sem er sjálfsagt einn af launahærri leikmönnum Víkings, var ekki í hóp vegna þess að hann leggur sig ekki nógu mikið fram á æfingum að mati þjálfarans.
Spjald umferðarinnar: Fíaskó í fyrri hálfleik Víkings og Grindavíkur. Boltakrakkarnir hentu óvart tveimur boltum inn á. Ragnar Bragi Sveinsson ákvað að taka seinni boltann og sparka honum eftir vellinum frekar en að sparka honum út af. Hann uppskar gult spjald fyrir þessa furðulegu hegðun.
Bak umferðarinnar: Hans Viktor Guðmundsson, varnarmaður Fjölnis, skoraði sigurmarkið með bakinu gegn Breiðabliki. Igor Jugovic átti þrumuskot fyrir utan teig og boltinn fór af bakinu á Hans og í netið.
Fullt hús umferðarinnar: Valur er eina liðið sem er með fullt hús stiga að lokinni annarri umferð.
Besti dómarinn: Þorvaldur Árnason skilaði góðri frammistöðu í hús í leik ÍA og Vals.
Heiðursverðlaun umferðarinnar: Schiöttarar, stuðningsmenn KA, létu vel í sér heyra í Kaplakrika í gær. Aðra umferðina í röð fjölmenntu þeir á útileik og studdu sína menn af krafti. Þeir áttu einnig góðan dag á Snapchatinu hjá Fótbolta.net í gær!
Þið eigið lokaorðið... #fotboltinet
Jöfnunarmark KA í Kaplakrika var svo gott að stuðningsmennirnir hentu trommu inn á grasið #fallegagrínið#fotboltinet pic.twitter.com/loqWfrYSPf
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) May 8, 2017
Þarna ertu að spila háskaleik Aron Mömmuson, veistu hvað sæðið kostar undan þessum stoðhesti ? @BiddiOG #máþettabara #fotboltinet pic.twitter.com/42MnetHnZr
— Sk Kári (@Sk_Kari_Fjolnir) May 9, 2017
Eftir að hafa spilað fyrir óla stefàn i 5 àr,kemur byrjun GRI mer núll a óvart..þvilikur metnaður, agi og kann að mótivera menn #fotboltinet
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 9, 2017
Ég held að viðgerðirnar á Miklubraut verði meira spennandi en leikir ÍBV í sumar! Yfirgef samt aldrei Bandalagið!! #fotboltinet #ÍBV
— Kjartan Vído (@VidoKjartan) May 8, 2017
Jæja, hér er þetta sem allir fótboltafíklar hafa verið að bíða eftir. Pepsi Powerranking 8. Maí. #pepsi365 #fotboltinet #fotbolti pic.twitter.com/lfqLKoDFGb
— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 8, 2017
@Schiotharar eru komnir til að vera! #LififyrirKA #fotboltinet #pepsi365 pic.twitter.com/TCUmgxp2Hr
— Gísli Björgvin (@gislibjorgvin) May 8, 2017