Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 09. maí 2017 11:00
Fótbolti.net
Hófið - Erlendir leikmenn í aðalhlutverki í EKKI liðinu
Mynd: Fótbolti.net
Andri Rúnar Bjarnason fagnar flautumarki sínu með stæl.
Andri Rúnar Bjarnason fagnar flautumarki sínu með stæl.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Schiöttarar fögnuðu jöfnunarmarki KA vel og innilega.
Schiöttarar fögnuðu jöfnunarmarki KA vel og innilega.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Logi Ólafsson og Tómas Þór Þórðarson lýsa leik KR og Víkings Ólafsvíkur.
Logi Ólafsson og Tómas Þór Þórðarson lýsa leik KR og Víkings Ólafsvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Káramenn - stuðningsmenn Fjölnis.
Káramenn - stuðningsmenn Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er hefði fyrir því hér á Fótbolta.net að halda lokahóf eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla. Þér er að sjálfsögðu boðið.

Það jákvæða við umferðina: Spennan var í algleymingi og í helmingi leikjanna voru skoruð mörk sem réðu úrslitum á síðustu sekúndunum.

Það neikvæða við umferðina: Mætingin var ekki upp á marga fiska á flestum leikjum, frekar en í fyrstu umferðinni. Við viljum fleiri áhorfendur á völlinn!

Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: Á Kaplakrikavelli þar sem nýliðar KA náðu í stig gegn Íslandsmeisturunum. Glæsileg mörk voru skoruð í leiknum og dramatíkin var mikil þegar Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði á lokasekúndunum.

EKKI lið umferðarinnar:
Eyjamenn eiga fimm fulltrúa í EKKI liðinu enda var frammistaða liðsins í Garðabæ ekki til eftirbreytni. Athygli vekur að átta af ellefu í EKKI liðinu eru erlendir leikmenn. Ekki nógu margir erlendir leikmenn að bæta við gæðum í deildinni hingað til.



Frændur með flautumörk: Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmark KR á lokasekúndunum gegn Víkingi Ólafsvík í gær. Ásgeir Sigurgeirsson, frændi hans, stal svo senunni í gær með jöfnunarmarki fyrir KA. Húsvísku frændurnir ræddu svo málin á Twitter eftir leik.
Einn sem bjó til góða fyrirsögn: Hallgrímur Mar Steingrímsson sá ekki aukaspyrnu sína fara í netið gegn FH. Hallgrímur er svo lágvaxinn að hann sá boltann ekki eftir að hann fór yfir varnarvegginn hjá FH!

Traðk umferðarinnar: Derby Carillo, markvörður ÍBV, fékk á sig vítaspyrnu þegar boltinn var ekki nálægt í byrjun leiks gegn Stjörnunni. Derby traðkaði þá á Brynjari Gauta Guðjónssyni í kjölfarið á hornspyrnu. Heimskulegt og ekki byrjunin sem Eyjamenn þurftu í leiknum.

Letingi umferðarinnar: Muhammed Mert, sem er sjálfsagt einn af launahærri leikmönnum Víkings, var ekki í hóp vegna þess að hann leggur sig ekki nógu mikið fram á æfingum að mati þjálfarans.

Spjald umferðarinnar: Fíaskó í fyrri hálfleik Víkings og Grindavíkur. Boltakrakkarnir hentu óvart tveimur boltum inn á. Ragnar Bragi Sveinsson ákvað að taka seinni boltann og sparka honum eftir vellinum frekar en að sparka honum út af. Hann uppskar gult spjald fyrir þessa furðulegu hegðun.

Bak umferðarinnar: Hans Viktor Guðmundsson, varnarmaður Fjölnis, skoraði sigurmarkið með bakinu gegn Breiðabliki. Igor Jugovic átti þrumuskot fyrir utan teig og boltinn fór af bakinu á Hans og í netið.

Fullt hús umferðarinnar: Valur er eina liðið sem er með fullt hús stiga að lokinni annarri umferð.

Besti dómarinn: Þorvaldur Árnason skilaði góðri frammistöðu í hús í leik ÍA og Vals.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Schiöttarar, stuðningsmenn KA, létu vel í sér heyra í Kaplakrika í gær. Aðra umferðina í röð fjölmenntu þeir á útileik og studdu sína menn af krafti. Þeir áttu einnig góðan dag á Snapchatinu hjá Fótbolta.net í gær!

Þið eigið lokaorðið... #fotboltinet







Athugasemdir
banner
banner
banner