Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 09. maí 2024 21:21
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Skoraði þrennu í markaleik í Kórnum - Hamar og Kría byrja á sigri
Ýmir byrjar vel. Arian Ari Morina (t.h.) skoraði fyrstu þrennu tímabilsins
Ýmir byrjar vel. Arian Ari Morina (t.h.) skoraði fyrstu þrennu tímabilsins
Mynd: Twitter
Kría byrjar á sigri
Kría byrjar á sigri
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hamar, Kría og Ýmir byrja öll á sigri í 4. deild karla þetta tímabilið, en fyrsta þrenna tímabilsins kom í Kópavogi.

Arian Ari Morina á fyrstu þrennu deildarinnar í ár en hana gerði hann fyrir Ými í 5-3 sigri á KH í Kórnum.

Sigur Ýmis var aldrei í hættu. Liðið komst snemma í 2-0 og tókst að halda forystu allan leikinn.

Kría vann á meðan 2-1 sigur á KÁ á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi.

Páll Bjarni Bogason og Einar Þórðarson skoruðu bæði mörk Kríu en Ólafur Sveinmar Guðmundsson var með mark KÁ. Þau voru öll skoruð í fyrri hálfleiknum.

Hamar vann baráttusigur á RB, 3-2, í Nettóhöllinni. Máni Snær og Recoe Martin höfðu skipst á að skora fyrir liðin í fyrri hálfleiknum, en báðir voru með tvö mörk þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Sigurður Ísak Ævarsson sá til þess að landa öllum þremur stigunum fyrir Hamar þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum og lokatölur því 3-2.

Úrslit og markaskorarar:

Ýmir 5 - 3 KH
1-0 Arian Ari Morina ('2 )
2-0 Hörður Máni Ásmundsson ('17 )
2-1 Sturla Ármannsson ('18 )
3-1 Gabriel Delgado Costa ('29 )
4-1 Arian Ari Morina ('51 )
4-2 Hafþór Bjarki Guðmundsson ('52 )
5-2 Arian Ari Morina ('56 )
5-3 Haukur Ásberg Hilmarsson ('88 )
Rautt spjald: Kristinn Kári Sigurðarson , KH ('90)

Kría 2 - 1 KÁ
1-0 Páll Bjarni Bogason ('21 )
2-0 Einar Þórðarson ('32 )
2-1 Ólafur Sveinmar Guðmundsson ('43 )

RB 2 - 3 Hamar
0-1 Máni Snær Benediktsson ('13 )
1-1 Recoe Reshan Martin ('18 )
1-2 Máni Snær Benediktsson ('44 )
2-2 Recoe Reshan Martin ('45 )
2-3 Sigurður Ísak Ævarsson ('79 )
Rautt spjald: Gabriel Simon Inserte, RB ('89)
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ýmir 3 3 0 0 10 - 6 +4 9
2.    Hamar 2 2 0 0 6 - 3 +3 6
3.    KH 2 1 0 1 13 - 6 +7 3
4.    Tindastóll 1 1 0 0 3 - 1 +2 3
5.    KÁ 3 1 0 2 4 - 3 +1 3
6.    Kría 2 1 0 1 5 - 5 0 3
7.    Árborg 2 1 0 1 6 - 7 -1 3
8.    KFS 2 0 0 2 5 - 8 -3 0
9.    Skallagrímur 1 0 0 1 0 - 3 -3 0
10.    RB 2 0 0 2 3 - 13 -10 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner