Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 09. maí 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Neuer orðlaus eftir tapið - „Allir þeir sem hafa spilað fótbolta vita hvernig mér líður“
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Manuel Neuer var eðlilega sorgmæddur eftir 2-1 tapið gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Santiago Bernabeu í gær.

Bayern var í góðri stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Alphonso Davies gerði fallegt mark og stefndi allt í að það yrði þýskur úrslitaleikur á Wembley.

Neuer gerði slæm mistök á 88. mínútu er Vinicius Junior lét vaða utan teigs. Hann missti boltann frá sér og þá mætti Joselu eins og gammur í teignum og skoraði.

Joselu gerði annað mark sitt stuttu síðar og þar við sat. Neuer var leiður því hann var farinn að sjá fyrir sér að hann og liðsfélagar hans væru á leið á Wembley.

„Allir þeir sem hafa spilað fótbolta vita hvernig mér líður akkúrat núna. Það er ótrúlega súrt að hafa dottið út á lokamínútunum eftir að hafa verið 1-0 yfir. Við tókum eitt skref í átt að Lundúnum og sáum okkur í úrslitaleiknum, en núna er ég bara orðlaus.“

„Ég verð að vera hreinskilinn og segja að ég bjóst við að boltinn væri á leið nær bringunni, en hann fór aðeins hærra. Ég bjóst heldur ekki við því að það væri smá hola á vellinum og að boltinn myndi skoppa upp á þennan hátt. Það gerði það erfitt fyrir mig að stjórna honum. Joselu var síðan fljótur að mæta á svæðið og mjög erfitt að stöðva það. Þetta var grimmt,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner