
„Það væri vitleysa að vera ekki bjartsýnn fyrir leikinn á sunnudaginn. Þetta verður vonandi frábært sumarkvöld fyrir alla Íslendinga," sagði Emil Hallfreðsson við Fótbolta.net í dag aðspurður út í leikinn gegn Króatíu á sunnudaginn.
Emil byrjaði síðasta leik gegn Kósóvó en ekki er ljóst hvort hann haldi sæti sínu á sunnudag.
Emil byrjaði síðasta leik gegn Kósóvó en ekki er ljóst hvort hann haldi sæti sínu á sunnudag.
„Það verður að koma í ljós á sunnudaginn. Þetta er í höndunum á Heimi. Hann velur liðið," sagði Emil en var hann sáttur með leik sinn gegn Kósóvó?
„Ég var á kantinum þar og það er ekki mín staða. Það væri gaman að fá að spila einn leik á miðjunni og það væri ekki leiðinlegt ef það myndi gerast á móti Króatíu. Ef það gerist þá gerist það og ég geri mitt besta."
„Ég missi ekki svefn yfir því hvort ég sé í liðinu eða ekki. Það sem skiptir máli er að liðið nái stigum og árangri, þá er maður sáttur að vera partur af þessu."
Í gær fengu landsliðsstrákarnir heimsókn frá Umhyggju, félagi langveikra barna.
„Það er alltaf gaman að geta gefið smá af sér og heilsað upp á krakka. Það er svo lítið sem þarf til að gleðja krakka og þetta var ótrúlega skemmtilegt," sagði Emil.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir