Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   fös 09. júní 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Emil Hallfreðs: Væri gaman að fá að spila einn leik á miðjunni
Icelandair
Emil í leiknum gegn Kósóvó í mars.
Emil í leiknum gegn Kósóvó í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það væri vitleysa að vera ekki bjartsýnn fyrir leikinn á sunnudaginn. Þetta verður vonandi frábært sumarkvöld fyrir alla Íslendinga," sagði Emil Hallfreðsson við Fótbolta.net í dag aðspurður út í leikinn gegn Króatíu á sunnudaginn.

Emil byrjaði síðasta leik gegn Kósóvó en ekki er ljóst hvort hann haldi sæti sínu á sunnudag.

„Það verður að koma í ljós á sunnudaginn. Þetta er í höndunum á Heimi. Hann velur liðið," sagði Emil en var hann sáttur með leik sinn gegn Kósóvó?

„Ég var á kantinum þar og það er ekki mín staða. Það væri gaman að fá að spila einn leik á miðjunni og það væri ekki leiðinlegt ef það myndi gerast á móti Króatíu. Ef það gerist þá gerist það og ég geri mitt besta."

„Ég missi ekki svefn yfir því hvort ég sé í liðinu eða ekki. Það sem skiptir máli er að liðið nái stigum og árangri, þá er maður sáttur að vera partur af þessu."


Í gær fengu landsliðsstrákarnir heimsókn frá Umhyggju, félagi langveikra barna.

„Það er alltaf gaman að geta gefið smá af sér og heilsað upp á krakka. Það er svo lítið sem þarf til að gleðja krakka og þetta var ótrúlega skemmtilegt," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner