Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   sun 09. júní 2024 16:14
Hafliði Breiðfjörð
Rotterdam
Age um Bjarka Stein: Það vill enginn búa í Foggia en hann komst af
Icelandair
Age Hareide á æfingu Íslands í Rotterdam í dag.
Age Hareide á æfingu Íslands í Rotterdam í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn í Rotterdam í dag.
Bjarki Steinn í Rotterdam í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann stóð sig virkilega vel, varðist vel og kom í veg fyrir fyrirgjafirnar. Hann getur líka spilað margar stöður og hefur gert það með Venezia," sagði Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands aðspurður um Bjarka Stein Bjarkason í leiknum gegn Englandi í fyrrakvöld.

Bjarki Steinn var óvænt í byrjunarliði Íslands sem hægri bakvörður eftir að hafa ekki verið í myndinni hjá Hareide áður.

Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik annað kvöld og Hareide ræddi frekar um Bjarka Stein á fréttamannafundinum í dag.

„Það er leið hans í landsliðið sem gerir þetta áhugavert," sagði hann og hélt áfram.

„Hann fór og spilaði með Foggia í Serie C á láni frá Venezia. Það vill enginn búa í Foggia! Hann komst af úr því og sneri aftur til Venezia," hélt hann áfram en glæpatíðini er há í Foggia og morðtíðni einna mest á Ítalíu.

„Hann hefur staðið sig vel og hefur haft traust þjálfarans hjá Venezia sem var að komast í Serie A. Hann er búinn að fara erfiðu leiðina og mér líkar vel við viðhorfið hans. Þegar við settum hann í byrjunarliðið á Wembley sýndi hann hvernig hugarfarið er, mér líkar vel við leikmenn með sterkan karakter."
Athugasemdir
banner
banner