Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   sun 09. júní 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Eigandi Roma vill kaupa Everton
Dan Friedkin, eigandi Roma
Dan Friedkin, eigandi Roma
Mynd: EPA
Dan Friedkin, eigandi AS Roma á Ítalíu, ætlar að gera tilraun til þess að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Everton. BBC greinir frá.

Bandaríski viðskiptamaðurinn, sem er metinn á 4,8 milljarða punda, er að stefna að því að fá einkarétt á viðræðum um að kaupa 94 prósent hlut Farhad Moshiri í félaginu.

Samkvæmt heimildum BBC er Friedkin ekki sá eini sem vill kaupa Everton, en MSP Sports Capital, sem hefur lánað félaginu 158 milljónir punda, hefur einnig áhuga á yfirtöku.

Michael Dell, stofnandi og framkvæmdastjóri bandaríska tölvufyrirtækisins Dell, og Kenneth King hjá fjárfestingarfyrirtækinu A Firm, eru einnig í baráttunni.

Í síðasta mánuði lýsti John Textor, einn af eigendum Crystal Palace, yfir áhuga á að kaupa Everton, en hann reynir nú að selja 45 prósenta hlut sinn í Palace.

Söluferli Everton hefur gengið hægt fyrir sig. Moshiri samþykkti að selja 777 Partners félagið í september en samkomulagið rann út í lok mánaðar eftir langvarandi ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner