Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   sun 09. júní 2024 10:12
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
Hákon Arnar um bróður sinn: Gaman að hann sýni hvað hann er góður
Tryggvi Hrafn Haraldsson fagnar marki.
Tryggvi Hrafn Haraldsson fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon á æfingu með landsliðinu.
Hákon á æfingu með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður Vals er heldur betur kominn í gang. Hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri gegn Stjörnunni á dögunum og fylgdi því síðan eftir með því að skora önnur tvö í 5-3 sigri gegn KR.

Tryggvi fékk gagnrýni í upphafi tímabils en hann hefur verið frábær að undanförnu.

Bróðir hans, Hákon Arnar Haraldsson, átti stórleik fyrir íslenska landsliðið í sigrinum gegn Englandi. Hákon fylgist vel með bróður sínum og horfði ásamt fleiri landsliðsmönnum á leik Vals gegn KR.

„Það er geggjað að sjá hann. Við vorum einmitt saman hérna að horfa á Valur - KR. Það er ógeðslega gaman að sjá hann sýna hvað hann er góður í fótbolta. Hann er fáránlega góður og hefði átt að skora fleiri," segir Hákon.

„Það eru hellings gæði í þessu Valsliði. Gylfi og Aron meiddir en þeir eru samt að skora svona mikið af mörkum. Þetta er alveg fáránlegt."

Hákon spilar fyrir Lille í Frakklandi en hann nær að fylgjast aðeins með íslenska boltanum. „Ég horfi mest á ÍA og Val, ég fylgist ágætlega með," segir Hákon.

Hákon mun væntanlega fylgjast með bikarleik Keflavíkur og Vals sem verður á dagskrá klukkan 16. Fróðlegt verður að sjá hvort Tryggvi verði áfram á flugi.
„Mun aldrei fyrirgefa pabba fyrir að leyfa mér ekki að fara með“
Athugasemdir
banner