Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   sun 09. júní 2024 13:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Besta sætið 
Henry Birgir: Af hverju er ekki peningur í HK?
Henry Birgir Gunnarsson.
Henry Birgir Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Því miður ætlar að taka langan tíma að gera HK að toppliði'
'Því miður ætlar að taka langan tíma að gera HK að toppliði'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það hefur ekki verið mikil styrking í honum'
'Það hefur ekki verið mikil styrking í honum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Besta sætið var rætt um Bestu deildina. Íþróttafréttamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson á Vísi og íþróttafréttastjórinn Henry Birgir Gunnarsson voru í þættinum ásamt Atla Viðari Björnssyni, sérfræðingi Stúkunnar á Stöð 2 Sport.

Ingvi er stuðningsmaður HK og Henry bjó lengi í hverfinu. Þeir höfðu sitthvað að segja um HK í þættinum. Í vetur heyrðist að ekki væri til mikill peningur hjá HK til að styrkja leikmannahópinn og ekki var hægt að ráða yfirmann fótboltamála vegna skorts á fjármagni.

HK styrkti sig lítið sem ekkert milli tímabila, leikmannahópurinn veiktist á pappírunum.

„Af hverju er ekki peningur í HK?" velti Henry fyrir sér.

„Þetta er risafélag, allt fullt af milljarðamæringum allt í kring. Það er nógu mikið af fólki sem er með börn í HK, af hverju gengur svona illa að fá þau til að styrkja félagið? Vilja þau ekki sjá að HK, sem er með flottustu aðstöðu á landinu, sé með alvöru lið? Ég skil þetta ekki. Ég bjó sjálfur í Kórahverfinu í einhver tíu ár og maður er búinn að fylgjast með þessu lengi. Ég hélt fyrir svona tíu árum að í dag yrði HK topp 3-4 lið á Íslandi; það væru komnir nógu margir í hverfið, væri búið að gjörbylta öllu í kringum klúbbinn, fullt af peningum og nóg af leikmönnum sem eru framleiddir. Því miður ætlar að taka langan tíma að gera HK að toppliði," sagði Henry.

Einn sá allra slakasti
Einn af fáum leikmönnum sem HK fékk í vetur var Englendingurinn George Nunn.

„HK er bara búið að skora átta mörk, fæst allra í deildinni. Liðið mátti engan við því að missa Atla Þór Jónasson út. Ég er stuðningsmaður þessa liðs og hef séð ansi marga og misjafna leikmenn spila fyrir þetta lið, en George Nunn hlýtur að vera einn af þeim allra slökustu sem ég hef séð. Níu leikir, ekkert mark, engin stoðsending. Það hefur ekki verið mikil styrking í honum. Hann bjargaði Þróttaraleiknum í bikarnum," sagði Ingvi.

„Hefur hann tekið mann á í sumar og komist framhjá honum?" velti Henry fyrir sér.

„Ljósin í myrkrinu eru Magnús Arnar Pétursson og Kristján Snær Frostason. Tveir ungir og uppaldir strákar sem hafa sýnt góða takta," sagði Ingvi.

„Það er kominn tími á að yngri leikmenn taki við. Mér líður pínu eins og það sé verið að undirbúa fyrir Lengjudeildina á næsta ári. Ég á erfitt með að sjá HK tengja mikið saman það sem eftir er og að þeir verði í neðstu tveimur sætunum fljótlega eftir landsleikjahlé. Ég sé engin teikn á lofti að þetta breytist sérstaklega mikið hjá þeim. Ungu strákarnir gefa af sér, leiða með góðu fordæmi á meðan sumir virðast vera farnir að missa af lestinni," sagði Henry.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner