Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   sun 09. júní 2024 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Koeman hrósar íslenska landsliðinu - „Frábær úrslit sem gáfu liðinu sjálfstraust“
Icelandair
Ronald Koeman
Ronald Koeman
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollendingar stefna á að binda endi á sigurhrinu Íslands
Hollendingar stefna á að binda endi á sigurhrinu Íslands
Mynd: EPA
Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, ræddi við Val Pál Eiríksson, fréttamann Stöðvar 2, um landsleik Hollands gegn Íslandi sem fer fram á Stadion Feyenoord í Rotterdam á morgun.

Holland er að spila síðasta leik sinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, en Koeman segir tilfinninguna í hópnum afar góða.

„Okkur líður vel og sama tilfinning og Ísland var með eftir sigurleikinn gegn Englandi. Frábær úrslit sem gáfu liðinu sjálfstraust,“ sagði Koeman við Val Pál og minntist um leið á frækinn 1-0 sigur Íslands á Englandi á föstudag.

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark Íslands í leiknum, en úrslitin komu Koeman á óvart.

„Úrslitin komu dálítið á óvart. Venjulega eru Englendingar mjög sterkir á heimavelli, en Ísland verðskuldaði sigurinn. Þeir vörðust vel og við þurfum að greina það og reynum að undirbúa okkur til að skapa meira en Englendingar gerðu.“

„Mér fannst þeir verjast vel. Tvær fjögurra manna línur og tveir frammi. Þeir lokuðu svæðunum og það er alltaf erfitt fyrir andstæðinginn að skapa því þú ert ekki með mikið svæði á miðjunni. Þú þarft leikmenn með mikla hlaupagetu, halda þeim úr kerfinu og það er það sem við þurfum að gera fyrir leikinn á morgun. Mér fannst Englendingarnir ekki góðir í pressunni og fengu svæði til að spila. Við þurfum að pressa mun betur.“


Ísland hefur unnið síðustu tvo leiki sína gegn Hollandi en báðir sigrarnir komu í undankeppni Evrópumótsins, 2014 og 2015. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði öll þrjú mörkin í leikjunum tveimur.

Hollenska liðið stefnir væntanlega á að binda endi á sigurhrinu Íslands.

„Auðvitað viltu vinna þegar þú spilar. Það gefur alltaf sjálfstraust. Við áttum góðan leik og fengum góð úrslit gegn Kanada. Við munum spila og berjast fyrir góðum úrslitum á morgun. Ef við vinnum þá hækkar sjálfstraustið fyrir Evrópumótið. Það er mikilvægast að byrja vel á EM og alltaf betra að ná í sigur.“

„Það er langt síðan en við viljum enda það. Allir eru spenntir fyrir EM og það er mjög nálægt okkur hérna í Þýskalandi. Við eigum erfiðan riðil en erum klárir í það. Fyrst spilum við á morgun og það er mikilvægasti leikur vikunnar og eftir það getum við undirbúið okkur sem allra best fyrir EM,“
sagði Koeman enn fremur en viðtalið við Koeman má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner