Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   sun 09. júní 2024 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd ákveðið í að selja Sancho í sumar
Mynd: Getty Images
Enski vængmaðurinn Jadon Sancho verður seldur frá Manchester United í sumar en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Sancho, sem er 24 ára gamall, eyddi síðari hluta síðustu leiktíðar á láni hjá Borussia Dortmund.

Þar létt hann ljós sitt skína á nýjan leik eftir erfiða tíma hjá United, en hann fór með Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu og þá tryggði liðið sér sæti í keppnina fyrir næstu leiktíð.

Sancho er ekki í framtíðarplönum United og er félagið ákveðið í að selja hann í sumar. Það mun ekki neinu máli skipta þó Erik ten Hag verði rekinn frá félaginu, en það var hann sem setti Sancho í frystikistuna eftir að Englendingurinn neitaði að biðjast afsökunar á að hafa gagnrýnt hollenska stjórann á samfélagsmiðlum.

United vill fá 40 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem var keyptur frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Dortmund hefur mikinn áhuga á að halda Sancho áfram hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner