Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   þri 09. júlí 2013 12:37
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Twitter er kúnst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér líst mjög vel á þá. Þeir spiluðu í 120 mínútur í gær og verða vonandi ennþá þreyttir þegar við mætum þeim," sagði Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks léttur í bragði eftir að ljóst var að liðið mætir Fram í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Viggó Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, setti færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann sagðist vonast eftir að mæta Breiðabliki til að geta slátrað Aroni Þórði Albertssyni leikmanni Fram.

,,Þau mál hafa verið rædd innanbúðar hjá okkar og verið leyst. Við ætlum ekki að dvelja mikið meira við það," sagði Guðmundur og bætti við að leikmenn verði að passa sig á Twitter.

,,Þetta er kúnst og það er erfitt að vera með tæki. Þess vegna verða menn að vara sig."

Breiðablik fer síðar í dag til Andorra þar sem liðið mætir Santa Coloma á fimmtudag. Blikar leiða 4-0 eftir fyrri leikinn og Guðmundur er spenntur fyrir ferðalaginu til Andorra.

,,Ég þekki víða til og ég var einmitt að ná mér í peseta. Þeir eru ennþá með peseta í Andorra og ég fer með fullt af pesetum út á eftir. Þið bara bjallið á mig ef það vantar eitthvað," sagði Guðmundur hlæjandi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner