Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   þri 09. júlí 2013 12:37
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Twitter er kúnst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér líst mjög vel á þá. Þeir spiluðu í 120 mínútur í gær og verða vonandi ennþá þreyttir þegar við mætum þeim," sagði Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks léttur í bragði eftir að ljóst var að liðið mætir Fram í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Viggó Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, setti færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann sagðist vonast eftir að mæta Breiðabliki til að geta slátrað Aroni Þórði Albertssyni leikmanni Fram.

,,Þau mál hafa verið rædd innanbúðar hjá okkar og verið leyst. Við ætlum ekki að dvelja mikið meira við það," sagði Guðmundur og bætti við að leikmenn verði að passa sig á Twitter.

,,Þetta er kúnst og það er erfitt að vera með tæki. Þess vegna verða menn að vara sig."

Breiðablik fer síðar í dag til Andorra þar sem liðið mætir Santa Coloma á fimmtudag. Blikar leiða 4-0 eftir fyrri leikinn og Guðmundur er spenntur fyrir ferðalaginu til Andorra.

,,Ég þekki víða til og ég var einmitt að ná mér í peseta. Þeir eru ennþá með peseta í Andorra og ég fer með fullt af pesetum út á eftir. Þið bara bjallið á mig ef það vantar eitthvað," sagði Guðmundur hlæjandi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner