Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 08. júlí 2013 23:05
Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður Breiðabliks vill slátra Aroni Þórði (Uppfært)
Viggó Kristjánsson.
Viggó Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viggó Kristjánsson leikmaður Breiðabliks segir á Twitter að hann vonist til að mæta Fram í undanúrslitum Borgunarbikarsins til að geta slátrað Aroni Þórði Albertssyni leikmanni Fram.

Aron Þórður fiskaði vítaspyrnu í lok framlengingar leiks Fram og Gróttu í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld og úr henni skoraði Steven Lennon sigurmarkið.

Viggó sem er tvítugur er sjálfur uppalinn hjá Gróttu þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn árið 2009 og spilaði 34 leiki í deild og bikar áður en hann fór til Breiðabliks.

,,Stoltur Gróttumaður. Aldrei víti. Klassa leikur. Þetta lið á að fara uppúr 2. Deildinni #lifiGrótta," skrifaði Viggó á Twitter í kvöld.

,,Óskadráttur: Fram. Einfaldlega til þess að henda þeim úr þessari keppni og slátra leikmanni nr 18," bætti hann við í annarri færslu.

Dregið verður í undanúrslitin á morgun og þá verða auk Fram og Breiðabliks lið Stjörnunnar og KR í pottinum.

Aron Þórður er uppalinn í Breiðabliki en gekk í raðir Fram í upphafi ársins. Hann er 17 ára.

Uppfært 23:33: Viggó kom með aðra færslu í kjölfarið af frétt Fótbolta.net þar sem hann vildi árétta að hann vildi ekki meiða neinn: ,,Svo það sé tekið fram þá er slátrun ekki að strauja neinn né meiða, enda verð ég seint tæklari. Heldur einfaldlega að rústa inná vellinum."
Athugasemdir
banner
banner