PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   fös 10. mars 2017 13:17
Magnús Már Einarsson
Grindavík fær mann frá bosnísku meisturunum (Staðfest)
Milos Zeravica og Jónas Þórhallsson formaður Grindavíkur eftir undirskrift.
Milos Zeravica og Jónas Þórhallsson formaður Grindavíkur eftir undirskrift.
Mynd: Grindavík
Grindavík hefur fengið serbneska leikmanninn Milos Zeravica til liðs við sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.

Milos er 28 ára gamall en hann hefur æft með Grindvíkingum undanfarnar vikur.

Síðast spilaði Milos með Zrinjski Mostar í Bosníu-Hersegóvínu en liðið varð meistari þar í landi á síðasta tímabili.

Milos er örvfættur en hann getur spilað allar stöður á miðjunni og á báðum köntunum.

Sjá einnig:
Jónas Þórhalls: Meðvitaðir um að þeir fara á stóra sviðið

Komnir/farnir:

Komnir:
Brynjar Ásgeir Guðmundsson frá FH
Milos Zeravica frá Zrinjski Mostar
Sam Hewson frá FH

Farnir:
Ásgeir Þór Ingólfsson til Hönefoss
Edu Cruz
Josiel Alves De Oliveira (Á förum)
Jósef Kristinn Jósefsson í Stjörnuna
Marko Valdimar Stefánsson til Hönefoss
Athugasemdir
banner
banner
banner