Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
Hugarburðarbolti GW 20 Er Brian Mbeumo sonur Bob Marley?
Enski boltinn - Alvöru slagur þegar erkifjendur mættust
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra og enska hringborðið
Hugarburðarbolti GW 19 Versta byrjun nýs stjóra Man Utd í 103 ár!
Enski boltinn - Man Utd gælir við falldrauginn eftir vonlaus jól
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2024
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
Enski boltinn - Björn Bragi gestur og svört jól í Manchester
Hugarburðarbolti GW 17 Liverpool á toppnum um jólin! Er Pep ráðalaus?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Tveggja Turna Tal - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Fylkir vs Fótbolti.net
Hugarburðarbolti GW 16 Er Amad Diallo næsta ofurstjarna Man Utd?
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Tveggja Turna Tal - Helgi Jónas Guðfinnsson
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Stöð 2 vs Þungavigtin
   sun 05. mars 2017 20:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Jónas Þórhalls: Meðvitaðir um að þeir fara á stóra sviðið
Jónas Þórhallsson, formaður Grindavíkur.
Jónas Þórhallsson, formaður Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar eru á fullu að búa sig undir tímabil meðal þeirra bestu í sumar eftir að hafa náð að komast upp úr Inkasso-deildinni. Jónas Þórhallsson, formaður Grindavíkur. hefur mjög lengi verið í fararbroddi í fótboltanum í bæjarfélaginu.

Rætt var við Jónas í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær og þar sagðist hann sannfærður um að liðið geti gert góða hlut í sumar.

Á meðan sjómannaverkfallið var í gangi talaði Jónas um að verkfallið hefði slæm áhrif á rekstur íþróttafélagsins.

„Manni fannst taka langan tíma að semja um einfalda hluti. Það er búið að leysa það og ég vona að allir við borðið séu sáttir. Við erum í því umhverfi að allir atvinnuhættir okkar eru tengdir sjónum. Þetta setti strik í reikninginn hjá okkur en við erum að reyna að ná samningum við þá aðila sem samningar runnu út við um áramótin. Það hefur gengið bærilega," segir Jónas.

„Það var ljóst í haust að það stefndi í verkfall, við vorum meðvitaðir um það og fórum ekki í neina áhættu. Við ákváðum bara að bíða og sjá. Styrking krónunnar hefur líka verið að valda okkur hugarangri. Við erum að flytja afurðir út en verðmæti þeirra hefur minnkað um 30%."

Meðal leikmanna sem Grindavík hefur fengið til sín eru Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Sam Hewson sem komu frá Íslandsmeisturum FH.

„Við leituðum að gæðum, mönnum sem gætu styrkt okkur. Þessir tveir eru klárlega í þeim flokki. Svo erum við að ganga frá serbneskum leikmanni, vinstri vængmanni. Svo erum við með fínasta lið fyrir. Allir leikmennirnir frá því í fyrra eru meðvitaðir um að þeir séu að fara á stóra sviðið og hafa lagt mikið á sig."

Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Grindavíkur og er að fara að stýra liði í fyrsta sinn í efstu deild. Jónas var spurður að því hvað einkenndi Óla sem þjálfara.

„Það er fyrst og síðast ástríðan. Þetta er heill og gegn drengur. Ég hef verið með hann frá því hann var polli. Hann hefur spilað 194 leiki í efstu deild fyrir Grindavík og þegar hann byrjaði sautján ára gamall var alveg ljóst hvað við vorum að fá þarna. Hann er frábær drengur," segir Jónas en Óla til aðstoðar er reynsluboltinn Milos Stefán Jankovic.

„Þeir eru alveg frábærir saman. Þeir gerðu það sem til þurfti til að fara með liðið upp. Næsta verkefni er að sanna sig í efstu deild og ég er sannfærður um að þeir setji mark sitt á deildina."

Viðtalið við Jónas er í heild í spilaranum hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars um peningana í kringum reksturinn á íslenskum fótboltafélögum.



Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Óla Stefán Flóventsson - Úr útvarpsþættinum í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner