KA 4 - 1 Selfoss
0-1 Alfi Conteh Lacalle ('41, víti)
1-1 Almarr Ormarsson ('47)
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('54)
3-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('58)
4-1 Daníel Hafsteinsson ('89)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
0-1 Alfi Conteh Lacalle ('41, víti)
1-1 Almarr Ormarsson ('47)
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('54)
3-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('58)
4-1 Daníel Hafsteinsson ('89)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
KA er komið í undanúrslit Lengjubikars karla. Þetta varð ljóst eftir sigur á Selfossi í Boganum í dag.
Lið KA var hættulegra til að byrja með, en það voru Selfyssingar sem skoruðu fyrsta markið. Það gerði Alfi Conteh Lacalle úr vítaspyrnu eftir að boltinn hafði farið í hendi Callum Williams innan teigs.
KA-menn ætluðu sér ekki að tapa þessum leik! Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og eftir stundarfjórðung í honum var staðan orðin 3-1 fyrir þá gulklæddu. Almarr Ormarsson, Elfar Árni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson með mörkin.
Daníel Hafsteinsson gerði fjórða mark KA undir lokin og sæti þeirra í undanúrslitum staðfest. Þar mæta þeir annað hvort ÍA eða Grindavík, en þau lið mætast seinna í kvöld í Akraneshöllinni.
Byrjunarlið KA: Srdjan Rajkovic (m), Callum Williams, Almarr Ormarsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmann Þórisson, Darko Bulatovic, Aleksandar Trninic, Hrannar Björn Steingrímsson, Archange Nkumu.
Byrjunarlið Selfoss: Guðjón Orri Sigurjónsson (m), Andrew James Pew, Giordano Pantano, Alfi Conteh Lacalle, Ingi Rafn Ingibergsson, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson, Kristinn Sölvi Sigurgeirsson, James Mack, Haukur Ingi Gunnarsson, Sindri Pálmason, Hafþór Þrastarson.
Athugasemdir