KA
4
1
Selfoss
0-1 Alfi Conteh Lacalle '41 , víti
Almarr Ormarsson '47 1-1
Elfar Árni Aðalsteinsson '54 2-1
Hallgrímur Mar Steingrímsson '58 3-1
Daníel Hafsteinsson '89 4-1
10.04.2017  -  17:15
Boginn
Lengjubikar karla - A deild Úrslit
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
5. Guðmann Þórisson (f) ('45)
7. Almarr Ormarsson (f) ('70)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('70)
19. Darko Bulatovic ('75)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('75)
25. Archie Nkumu ('45)

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('45)
5. Ívar Örn Árnason ('75)
7. Daníel Hafsteinsson ('75)
30. Bjarki Þór Viðarsson ('70)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Davíð Rúnar Bjarnason
Eggert Högni Sigmundsson
Halldór Hermann Jónsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Archie Nkumu ('26)
Guðmann Þórisson ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Verðskuldaður sigur KA manna! Viðtöl koma inn von bráðar.
92. mín Gult spjald: Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Allt of seinn í Ívar Örn upp við varamannabekkina. Algjör óþarfi hjá Inga. Guðmann Þórisson stendur upp af bekknum hjá KA alveg gjörsamlega vitlaus og heimtar annan lit á spjaldið.
89. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
Gjöf frá Selfyssingum!

Daníel kemst inn í sendingu á milli miðvarða Selfyssinga við miðlínu, sleppur aleinn í gegn og leggur hann örugglega í hornið. Hann hefði getað tekið sér blund áður en hann kláraði, svo einn var hann!

Leik endanlega lokið.
81. mín Gult spjald: Andy Pew (Selfoss)
Fær gult fyrir eitthvað sem átti sér stað áðan. Veit hreinlega ekki alveg hvað en Andy mótmælir ekki.
79. mín
Um leið og ég skrifaði að Selfyssingar væru ekkert að ógna á Alfi Lacalle ágætis skot utan teigs. Rajko er þó ekki í vandræðum með það.
78. mín
KA-menn virðast vera að sigla þægilegum sigri heim. Selfyssingar ógna lítið sem ekkert.
75. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA) Út:Darko Bulatovic (KA)
Tvöföld skipting hjá KA í þriðja sinn í leiknum. Darko átti flottan leik.
75. mín
Inn:Ívar Örn Árnason (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Hrannar þarf að yfirgefa völlinn. Vonum að það sé í lagi með hann.
75. mín
Inn:Arnór Ingi Gíslason (Selfoss) Út:James Mack (Selfoss)
73. mín
Hrannar Björn er lagstur niður og heldur um brjóstkassann. Þetta lýtur ekki vel út en hann lenti í samstuði við Andy Pew áðan.
70. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Aftur tvöföld skipting hjá heimamönnum. Ásgeir besti maður vallarins í dag.
70. mín
Inn:Bjarki Þór Viðarsson (KA) Út:Almarr Ormarsson (KA)
66. mín
Klafs í teig gestanna eftir horn sem endar á því að Callum fær gott færi. Guðjón Orri ver þó vel og Selfyssingar hreinsa.
64. mín
Inn:Ásgrímur Þór Bjarnason (Selfoss) Út:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
64. mín
Inn:Gylfi Dagur Leifsson (Selfoss) Út:Sindri Pálmason (Selfoss)
58. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Aleksandar Trninic
VÁ!

KA-menn voru í sókn en Selfyssingar komu boltanum frá. Trninic vann hins vegar boltann aftur og tæklaði hann á Hallgrím sem var rétt fyrir utan teig. Hann sneri á tvo Selfyssinga og smurði boltanum upp í nærhornið. Geggjuð afgreiðsla!
56. mín
Miðað við gang leiksins, og þá sérstaklega í seinni hálfleik, sem hefur verið eign heimamanna, er þessi forysta ekkert annað en verðskulduð. Selfyssingar eru ekki ennþá mættir til leiks í seinni.
54. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Ólafur Aron Pétursson
Frábært mark. Darko með boltann vinstra megin, leggur hann á Ólaf sem á frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Elfar er aleinn og óvaldaður. Elfar gerir engin mistök og stangar boltann í netið.
53. mín
Selfyssingar áttu innkast við endalínuna við mark KA-manna. Misstu boltann og KA-menn brunuðu fram. Hallgrímur setti boltann á vinstri bakvörðinn Darko Bulatovic sem var mættur fremstur en skot hans var varið af Guðjóni! Þvílík sókn.
50. mín
Heimamenn byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti! Selfyssingar í vandræðum.
47. mín MARK!
Almarr Ormarsson (KA)
Ásgeir og Elfar Árni með flottan undirbúning á hægri vængnum. Boltinn berst á Hallgrím í teignum sem tekur hann niður, snýr og setur boltann í stöngina. Almarr fylgir á eftir og setur boltann auðveldlega í opið mark.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Archie Nkumu (KA)
Tvöföld skipting KA manna í hálfleik.
45. mín
Inn:Davíð Rúnar Bjarnason (KA) Út:Guðmann Þórisson (KA)
45. mín
Hálfleikur
Hér er flautað til hálfleiks. KA-menn betri aðilinn en Selfyssingar leiða.
45. mín
Úffff.

Archie að leika sér af eldinum og fer groddaralega inn í Inga á gulu spjaldi. Menn á KA-TV sáu endursýningu og segja að þarna hafi Archie verið heppinn að sleppa. Helgi Mikael dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu.
45. mín
Besti leikmaður KA hingað til, Ásgeir Sigurgeirsson með frábæra takta enn og aftur úti á hægri vængnum. Á frábæra fyrirgjöf og á einhvern ótrúlegan hátt fer skalli Almars af markteig ekki í netið!
41. mín Mark úr víti!
Alfi Conteh Lacalle (Selfoss)
Alfi skorar af gríðarlegu öryggi. Mætti segja að þetta væri gegn gangi leiksins.
40. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (KA)
Annað hvort Guðmann eða Hrannar fékk gult fyrir tuð þegar vítið var dæmt. Sá ekki hvor það var en sýndist það vera Guðmann. Setjum spjaldið á hann þar til annað kemur í ljós.
40. mín
VÍTASPYRNA!!

Klaufalegt hjá Callum sem nær ekki að stoppa lélega fyrirgjöf Mack. Boltinn skoppar upp í hendina á honum og Helgi ekki í neinum vafa þegar hann bendir á punktinn!
35. mín
Selfyssingar eru aðeins að ná að rétta úr kútnum eftir yfirburði KA síðustu mínútur. Leikurinn frekar jafn þessa stundina.
30. mín
Athygli vekur að Guðjón Orri er hættur að taka markspyrnur Selfyssinga, engin hreyfing er þó á varamannabekknum svo það er ekki víst að um meiðsli sé að ræða.
26. mín Gult spjald: Archie Nkumu (KA)
Fyrir brot á Hauk Inga. Réttur dómur.
25. mín
Markið liggur í loftinu!

Ásgeir enn og aftur allt í öllu en nú reddaði hann Trninic sem átti vonda fyrirgjöf. Hann vann boltann, setti hann á kollinn á Elvari sem skallaði rétt framhjá.
21. mín
Enn eru KA menn í góðu færi!
Aftur fara þeir upp hægri vænginn, Hrannar með boltann á Ásgeir sem á flotta fyrirgjöf á Almarr í þetta skiptið. Almar hittir þó ekki boltann og sendingin fer alla leið í innkast hinum megin.
17. mín
Ásgeir Sigurgeirsson fær boltann frá Almarri og kemst í gott færi hægra megin í teignum. Skot hans er þó beint á Guðjón sem nær boltanum í annarri tilraun.
13. mín
Hallgrímur Mar í flottu færi! Ásgeir fær boltann á kantinum frá Hrannari, setur hann út í teiginn með jörðinni þar sem Hallgrímur mætir, en hann setur boltann himinhátt yfir.

KA-menn að herða tökin á leiknum.
11. mín
Nú eru það Selfyssingar sem fá gott færi!

Trninic með sendingu beint á mótherja á miðjunni og Lacalle geysist af stað með boltann. Setur hann inn á James Mack sem kemst einn gegn Rajko, en gamli maðurinn í markinu með ver frábærlega.

Þriðja sendingin í leiknum sem Trninic setur beint á mótherja á vondum stað.
9. mín
Dauðafæri!

Hallgrímur Mar með frábæra sendingu innfyrir á Ásgeir sem kemst einn gegn Guðjóni í marki í Selfyssinga en setur boltann hárfínt framhjá. Þarna hefði Ásgeir átt að gera betur.
9. mín
KA maður féll í teignum og eru einhverjir að biðja um vítaspyrnu. Helgi Mikael lætur sér fátt um finnast. Hárrétt að mér sýndist.
8. mín
Darko Bulatovic tekur hér langt innkast sem endar með því að KA menn fá fyrstu hornspyrnu leiksins
5. mín
Selfyssingar eru grimmari til að byrja með og eru að vinna einvígin á miðjunni. Hafa þó ekki náð að skapa neitt hingað til.
3. mín
Leikurinn fer rólega af stað, bæði lið aðeins að þreifa fyrir sér.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Fyrirliðar í dag eru þeir Guðmann Þórisson og Andrew James Pew. Eftir uppkast eru það heimamenn sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Þá ganga liðin inn á völlinn. Leikurinn fer að hefjast!
Fyrir leik
Bæði lið leika í sínum hefðbundu búningum. KA er í gulum treyjum og bláum stuttbuxum og Selfoss eru í vínrauðum treyjum og hvítum stuttbuxum.
Fyrir leik
Helgi Mikael blæs hér í flautu sína og tilkynnir þar með viðstöddum að leikurinn muni hefjast innan skamms.
Fyrir leik
Þá er æfingum lokið og liðin komin á fullt við að klára upphitun. Einnig eru starfsmenn Bogans mættir út að vökva svo völlurinn ætti að verða í toppstandi á meðan leik stendur.
Fyrir leik
Nú er u.þ.b. hálftími í leik og liðin eru að byrja að hita upp. Liðin og dómaratríóið hita öll upp á sama helming þar sem að æfingar eru ennþá í fullum gangi á hinum. Ungu krakkarnir verða nú að fá sínar æfingar.
Fyrir leik
Emil Lyng, nýjasti liðsmaður KA, er ekki með liðinu í dag. Danski framherjinn samdi við KA í síðustu viku en hann var með þeim í æfingaferð á Spáni. Þess má geta að KA-menn komu bara til landisins í nótt, svo það er spurning hvort það sitji eitthvað í þeim.
Fyrir leik
Þá eru liðin kominn inn!
Fyrir leik
Byrjunarliðin ættu að detta inn hér til hliðar von bráðar!
Fyrir leik
KA-menn voru í A-riðli og enduðu þeir í fyrsta sæti í honum, með jafn mörg stig og FH. Innbyrgðisviðureign og markatala var þó með KA í liði og því enduðu þeir ofar.

Selfyssingar enduðu í öðru sæti riðils 2 með jafn mörg stig og KR. Vesturbæingar voru þó með mun betri markatölu.
Fyrir leik
Helgi Mikael Jónasson er dómari í dag og honum til aðstoðar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson.
Fyrir leik
Þetta er annar leikurinn í 8-liða úrslitunum en KR fór áfram í gær með öruggum sigri á Þór. Seinna í kvöld mætast svo Breiðablik og FH annars vegar og ÍA og Grindavík hins vegar.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram innandyra í Boganum á Akureyri og verður flautað til leiks klukkan 17:15.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Selfoss í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla.
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
4. Andy Pew (f)
9. Alfi Conteh Lacalle
12. Giordano Pantano
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('64)
14. Hafþór Þrastarson
16. James Mack ('75)
17. Haukur Ingi Gunnarsson
20. Sindri Pálmason ('64)

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson ('64)
8. Ivan Martinez Gutierrez
19. Ásgrímur Þór Bjarnason ('64)
23. Arnór Ingi Gíslason ('75)

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson

Gul spjöld:
Andy Pew ('81)
Ingi Rafn Ingibergsson ('92)

Rauð spjöld: