Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 13:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fannar meiddist á hné og fer í myndatöku - Sama hné og síðast
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fannar Daði Malmquist, leikmaður Þórs, þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik gegn Aftureldingu í gær vegna hnémeiðsla. Fannar á ekki góðar minningar af hnémeiðslum því hann sleit krossband árið 2022 í leik með Þór í Boganum

„Fannar Daði að fara af velli. Hnéið gaf sig eitthvað hjá honum. Virkilega slæmt fyrir hann þarsem ekki er mjög langt síðan hann var að stíga upp úr krossbandaslitum," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í textalýsingu í gær.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Staðan er ekkert frábær núna, en ég veit svo sem ekkert ennþá. Þetta er sama hné og síðast. Ég er að reyna komast að í myndatöku sem fyrst," sagði Fannar við Fótbolta.net í dag.

„Ég er ekki alveg viss hvað gerðist. Ég held ég hafi bara stigið eitthvað vitlaust niður og þannig hafi rést of mikið úr hnénu."

Fannar er 27 ára sóknarmaður sem uppalinn er hjá Þór. Hann lék sinn fyrsta leik með Þór árið 2016 en kláraði það tímabil með Magna. Í kjölfarið gekk hann svo í raðir Dalvíkur/Reynis en sneri heim í Þorpið um mitt sumarið 2019.

Hann átti gott undirbúningstímabil, skoraði þrjú mörk í Lengjubikarnum og er búinn að skora þrjú mörk í bikarnum.

Stutt í Marc
Danski miðjumaðurinn Marc Rochester Sörensen hefur ekki verið með Þór í byrjun móts. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var spurður út í Danann í viðtali eftir leikinn í gær.

„Það styttist í hann, pínu bakslag en það er mjög stutt í hann," sagði Siggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner