Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fór í tvær aðgerðir í vetur - Styttist í endurkomu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Ragnarsson var næstmarkahæsti leikmaður Aftureldingar í fyrra. Þá skoraði hann 13 mörk í 25 leikjum. Hann skoraði m.a. eina fernu í fyrra, fjögur mörk í 7-2 sigri gegn Njarðvík.

Hann hefur verið fjarri góðu gamni í upphafi móts í Lengjudeildinni. Hann spilaði kviðslitinn hluta af síðasta sumri og fór í aðgerð vegna þess í vetur.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Hann fór í tvær aðgerðir eftir síðasta tímabil og er búinn að vera duglegur að vinna sig í form eftir það. Svo kom smá bakslag, önnur meiðsli hjá honum rétt fyrir mót. Ég reikna með því að hann verði klár mjög fljótlega," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í viðtali eftir leikinn gegn Þór í gær. Arnór var þar hluti af liðsstjórn Aftureldingar.

Arnór Gauti er 26 ára framherji sem hefur skorað 50 mörk í 178 KSÍ leikjum á sínum ferli. Á sínum tíma lék hann sex leiki fyrir yngri landsliðin.
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Athugasemdir
banner
banner