Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í sjokki eftir uppsögn Óskars - „Þetta er algjör sprengja"
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristoffer Hervik, formaður stuðningsmannaklúbbs Haugesund, segist vera sjokkeraður yfir tíðindum morgunsins.

Haugesund gaf út yfirlýsingu í morgunsárið um það að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri hættur sem þjálfari Haugesund eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins sjö keppnisleikjum.

„Þetta er algjör sprengja. Enginn sá þetta fyrir, þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti," segir Hervik.

„Þetta eru sex mánuðir sem fara beint í vaskinn. Þetta er sjokkerandi. Loksins höfðum við trú á einhverju verkefni innan félagsins."

„Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist."

Óskar tók við liðinu í október síðastliðnum eftir að hafa gert afar flotta hluti með Breiðablik og Gróttu hér á Íslandi. Stýrði hann Breiðabliki meðal annars til Íslandsmeistaratitils og var hann við stjórnvölinn þegar Blikar urðu fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner