Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jasmín ætlar ekki að flýta sér - „Vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri"
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Vals, verður líklega frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leiknum gegn Keflavík fyrr í þessari viku.

Susanna Joy Friedrichs, leikmaður Keflavíkur, reyndi sendingu frá miðlínu en boltinn rataði í andlitið Jasmínar Erlu af stuttu færi. Jasmín virtist ætla að hrista þetta af sér en nokkrum mínútum síðar fann hún fyrir mikilli ógleði og var skipt af velli.

Hún ræddi aðeins við Vísi um höfuðhöggið vonda í Keflavík.

„Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu," sagði Jasmín.

„Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi."

Jasím segist þekkja afleiðingar höfuðhögga vel í gegnum vinkonu sína sem hefur þurft að díla við slæmt höfuðhögg í sex ár. Hún ætlar ekki að drífa sig aftur á fótboltavöllinn því heilsan er í fyrsta sæti.

Stórleikur á næsta leyti
Jasmín hefur verið besti leikmaður Vals á tímabilinu til þess ásamt Amöndu Andradóttur og hafa þær náð virkilega vel saman. Amanda var ekki heldur með gegn Keflavík, en það er vonandi fyrir Val að þær snúi aftur sem fyrst. Breiðablik og Valur - sem eru bæði með fullt hús stiga - mætast seinna í þessum mánuði í algjörum stórleik.

„Eftir síðasta leik þar sem hún var spörkuð ansi mikið niður þá er hún bara með stokkbólginn ökkla og bara gat ekki spilað í dag," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, um Amöndu eftir síðasta leik gegn Keflavík.

„Það er oft þannig með góða leikmenn að þú tekur aðeins fastar á þeim. Svo er það alltaf spurning hvort að dómarar hjálpi þessum leikmönnum. Það er bara hluti af því að vera góður leikmaður eins og Amanda að geta fengið svona brot endalaust."
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner