Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Simons mun ekki snúa aftur til PSG
Mynd: EPA
Hollenski landsliðsmaðurinn Xavi Simons mun ekki snúa aftur til Paris Saint-Germain í sumar en þetta segir blaðamaðurinn Fabrice Hawkins.

Simons er 21 árs gamall sóknarsinnaður leikmaður sem er á láni hjá RB Leipzig.

Hann hefur skorað 9 mörk og gefið 15 stoðsendingar með þýska liðinu á leiktíðinni, en hann hefur ekki í hyggju að snúa aftur til PSG í sumar.

Simons er ekki sagður spenntur fyrir því að spila í Frakklandi á næstu leiktíð.

Hawkins segir Leipzig í viðræðum við PSG um kaup á Simons, en þýska félagið gæti fengið samkeppni frá félögum í ensku úrvalsdeildinni.

PSG gæti verið reiðubúið að selja hann fyrir 60 milljónir evra í sumar, en hann hefur einnig verið orðaður við uppeldisfélag sitt, Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner