Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari FH steinhissa á rauða spjaldinu - „Þetta er bara galið dæmi"
Andrea Rán í leiknum gegn Þrótti.
Andrea Rán í leiknum gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH vann 1-0 mjög svo dramatískan sigur gegn Þrótti í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna fyrr í vikunni. Sigurmarkið kom alveg í blálokin en það var Breukelen Woodard sem skoraði það fyrir FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Þróttur R.

Bæði lið voru búin að missa leikmann af velli þegar sigurmarkið kom, en það er óhætt að segja að rauða spjaldið sem Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, miðjumaður FH, fékk hafi verið umdeildara.

Rauða spjaldið minnir óneitanlega á það sem Robin van Persie, þáverandi sóknarmaður Arsenal, fékk í Meistaradeildinni gegn Barcelona árið 2011. FH var þarna að leita að sigurmarki en Andrea fær í raun sitt annað gula spjald fyrir að tefja. Mjög grimmt svo vægt sé til orða tekið.

„Þetta er bara galið dæmi sko," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leikinn.

„Það er ekki eins og við höfum verið að reyna að tefja. Við vorum að reyna að vinna leikinn. Ég nenni ekki að tjá mig um þetta atvik. Þetta var galið eins og margir aðrir dómar í þessum leik."

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan en þetta er dýrt fyrir FH þar sem liðið missir einn sinn mikilvægasta leikmann í leik gegn Stjörnunni á þriðjudaginn næstkomandi.




Athugasemdir
banner