Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Valdimar Jóhanns ristarbrotinn og verður frá næstu mánuðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Jóhannsson, leikmaður Selfoss í 2. deild karla, verður frá næstu mánuði eftir að hafa ristarbrotnað í leik gegn Kormáki/Hvöt í fyrstu umferð deildarinnar á dögunum.

Selfyssingurinn, sem er fæddur árið 2001, hefur átt fast hlutverk í liðinu síðustu ár.

Á síðasta ári lék hann 21 leik í Lengjudeildinni og skoraði 3 mörk er liðið féll niður í 2. deild.

Valdimar varð fyrir því óláni að ristarbrotna í fyrsta leik deildarinnar gegn Kormáki/Hvöt á dögunum og mun hann gangast undir aðgerð á næstu dögum.

Ef allt fer á besta veg þá mun Valdimar snúa aftur í liðið í ágúst. Þetta var annar leikur hans á tímabilinu með Selfyssingum, en hann skoraði í 4-2 tapi liðsins gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum í lok apríl.

Selfoss vann Kormák/Hvöt, 1-0, þökk sé marki Gonzalo Zamorano, en liðið mætir næst Völsungi á Húsavíkurvelli. Sá leikur fer fram á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner