Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 10. júní 2024 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styttist í ákvörðun Man Utd - Þetta er verðið á Douglas Luiz
Powerade
Enn er óvíst hvort að Erik ten Hag verði stjóri Man Utd á næsta tímabili.
Enn er óvíst hvort að Erik ten Hag verði stjóri Man Utd á næsta tímabili.
Mynd: EPA
Broja er orðaður við Everton.
Broja er orðaður við Everton.
Mynd: EPA
Douglas Luiz fagnar marki með Aston Villa.
Douglas Luiz fagnar marki með Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu þennan ágæta mánudaginn. Ný vika og nýr slúðurpakki.

Manchester United ætlar sér að selja kantmanninn Jadon Sancho (24) í sumar fyrir 40 milljónir punda. Það skiptir ekki máli hver stýrir liðinu, félagið ætlar alltaf að reyna að selja Sancho. (The Sun)

Man Utd ætlar að taka ákvörðun í stjóramálum félagsins í þessari viku. (Mail)

Everton er í viðræðum við Chelsea um kaup á framherjanum Armando Broja (22) fyrir 30 milljónir punda. (Ben Jacobs)

Wolves hefur náð samkomulagi um kaup á Rodrigo Gomes (20), kantmanni Braga. (Athletic)

Arsenal hefur verið tjáð að félagið þurfi að borga 50 milljónir punda til að fá Douglas Luiz (26) frá Aston Villa í sumar. (Mirror)

Arsenal og Manchester United hafa enn áhuga á Joshua Zirkzee (23), sóknarmanni Bologna, þrátt fyrir að AC Milan sé að sýna honum mikinn áhuga. (Sky Sports)

Bayern München hefur gert 30 milljón punda tilboð í Joao Palhinha (28), miðjumann Fulham. (Mail)

Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal, segist óviss með það hvort Mikel Arteta sé rétti maðurinn til að leiða sitt gamla félag áfram. (Telegraph)

Rob McElhenney, eigandi Wrexham, er ekki búinn að gefa upp vonina á að fá Gareth Bale (34) til liðsins þrátt fyrir að stórstjarnan sé búin að leggja skóna á hilluna. (Mirror)

Wrexham er þá í viðræðum við markvörðinn Arthur Okonkwo (22) eftir að það varð ljóst að hann yrði ekki áfram hjá Arsenal. (Talksport)

Al-Nassr í Sádi-Arabíu er í viðræðum um kaup á pólska markverðinum Wojciech Szczesny (34) frá Juventus. (Fabrizio Romano)

Newcastle vill kaupa annan sóknarmann í sumar. (Football Insider)

Xavi, fyrrum stjóri Barcelona, vill stýra liði í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner