Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   mán 10. júní 2024 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Icelandair
Sverrir Ingi í leiknum gegn í kvöld.
Sverrir Ingi í leiknum gegn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var full stórt að mínu mati," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður íslenska landsliðsins eftir tap gegn Hollandi í vináttulandsleik í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn nokkuð fínt en fáum síðan mark á okkur úr föstu leikatriði. Það var ekki mikið að gerast í leiknum þar til þeir skora þriðja markið. Það voru þungar lappir síðustu 15-20 mínúturnar og þeir koma inn með eldfljóta ferska menn og skora þriðja og fjórða markið," sagði Sverrir Ingi.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ásamt Sverri í hjarta varnarinnar en Valgeir er bakvörður að upplagi.

„Valgeir kom mjög fínt inn í þetta. Ég veit ekki hversu marga leiki hann hefur spilað á sínum atvinnumannaferli sem hafsent. Við erum með meiðsli í þessari stöðu og hann þurfti að leysa það í dag, bara hrós á hann, stóð sig mjög vel ekki í auðveldum aðstæðum, á móti frábærum andstæðingi. Hann gerði eins vel og hann gat," sagði Sverrir Ingi.

Sverrir Ingi var sáttur með verkefnið í heild sinni.

„Ef þú hefðir sagt við mig fyrir verkefnið að við hefðum unnið annan leikinn þá hefði ég örugglega tekið það. Það vantaði aðeins meiri orku í dag eftir að hafa unnið á Wembley. Það er skiljanlegt, menn að koma úr löngu tímabili og það fór rosalega mikil orka og púður í leikinn á föstudaginn. Við þurfum að taka það jákvæða úr þessu, við sýndum að við getum staðið í bestu þjóðunum þegar við erum á okkar degi," sagði Sverrir Ingi.

„Það er stutt á milli í þessu, þegar við slökum á á móti þessum þjóðum þá refsa þeir grimmilega og við sáum það í dag að þú getur ekki gefið þeim nein svæði þá refsa þeir."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner