Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 01. desember 2017 17:35
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Hér mun íslenska landsliðið búa í Rússlandi
Mynd: Nadezhda
Áður en íslenska landsliðið hafði tryggt sér sæti á HM í Rússlandi hafði starfslið KSÍ valið dvalarstað í Rússlandi. Liðið mun hafa bækistöðvar á Nadezhda hótelinu sem stendur við Svartahaf.

Nadezhda er í Gelendzhik, litlum strandbæ í Krasnodarfylki en 55 þúsund búa í bænum.

Þetta hótel verður heimili íslensku landsliðsmannana meðan á dvöl þeirra á HM stendur. Þaðan verður svo ferðast á keppnisstaðina en leikið er um allt Rússland.

Um er að ræða fimm stjörnu hótel sem er með öllum þeim aðbúnaði sem til þarf, líkamsræktarsal og fullt af fundarherbergjum. Íslenska liðið mun hafa tvær hæðir á hótelinu alveg út af fyrir sig.

Smelltu hér til að sjá riðlana á HM en Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu.
Athugasemdir
banner
banner