Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 01. desember 2017 15:48
Magnús Már Einarsson
Riðill Íslands: Argentína - Króatía - Nígería (Staðfest)
Messi og félagar mæta Íslandi í fyrsta leik.
Messi og félagar mæta Íslandi í fyrsta leik.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Króatíu enn á ný.
Ísland mætir Króatíu enn á ný.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið um dýrðir í Moskvu í Rússlandi í dag þar drátturinn fyrir riðlakeppni HM næsta sumar fór fram.

Ísland verður í D-riðli í keppninni með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní. Annar leikur Íslands verður 22. júní gegn Nígeríu og síðan er lokaleikurinn gegn Króatíu þann 26. júní.

Ísland þekkir Króatíu vel eftir að hafa mætt liðinu í undankeppni HM sem og í umspili um sæti á HM 2014.

Argentína hefur lengi verið með eitt af bestu landsliðum heims en liðið tapaði í úrslitum gegn Þýskalandi á HM 2014.

Í styrkleikaflokki fjögur var Nígería í hæsta sætinu á heimslista FIFA á eftir Serbíu. Nígería er í 41. sæti á heimslistanum, Argentína er í 4. sæti og Króatía í 18. sæti.

Riðill Íslands:
Argentína
Króatía
Ísland
Nígería

Leikir Íslands:
Laugardagur 16. júní Argentína - Ísland (Moskva)
Föstudagur 22. júní Nígería - Ísland (Volgograd)
Þriðjudagur 26. júní Ísland - Króatía (Rostov)


Riðlarnir í heild:

A-riðill:
Rússland
Úrúgvæ
Egyptaland
Sádi-Arabía

B-riðill:
Portúgal
Spánn
Íran
Marokkó

C-riðill:
Frakkland
Perú
Danmörk
Ástralía

D-riðill:
Argentína
Króatía
Ísland
Nígería

E-riðill:
Brasilía
Sviss
Kosta Ríka
Serbía

F-riðill:
Þýskaland
Mexíkó
Svíþjóð
Suður-Kórea

G-riðill:
Belgía
England
Túnis
Panama

H-riðill:
Pólland
Kolumbía
Senegal
Japan

Segðu þína skoðun á Twitter gegnum #fotboltinet

Athugasemdir
banner
banner
banner