Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 11. júní 2024 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Man að ég sagði við einhvern inn á vellinum: Er þetta djók?"
Sigurborg Katla þurfti að fara meidd af velli gegn Val fyrr á tímabilinu.
Sigurborg Katla þurfti að fara meidd af velli gegn Val fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Víkings og Vals.
Úr leik Víkings og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta smá eyðilagði leikinn fannst mér. Fyrirsagnirnar fóru í það," sagði Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Vals, þegar rætt var um leik Hlíðarendaliðsins gegn Víkingum fyrr í sumar. Valur vann leikinn 7-2 en Víkingur missti markvörð sinn, Sigurborg Kötlu, út af vegna höfuðmeiðsla í leiknum.

Víkingar voru ekki með varamarkvörð á bekknum og fór Emma Steinsen, bakvörður liðsins í markið.

„Það er leiðinlegt að svona gerist í efstu deild. Að það sé ekki markvörður á bekknum," sagði Jasmín í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net á dögunum.

Þetta er réttmæt gagnrýni og á ekki bara við um Víking. Það gerðist líka hjá Breiðabliki fyrr í sumar að það vantaði markvörð. Rakel Hönnudóttir, sem lék sem miðju- og sóknarmaður á sínum ferli, var næstum því búin að byrja leik í marki hjá Blikum eftir að Telma Ívarsdóttir meiddist, en Aníta Dögg Guðmundsdóttir flaug frá Bandaríkjunum á síðustu stundu og náði að spila leikinn. Það virðist vera einhver skortur á markvörðum eða þá að félög eru ekki að pæla í því að vera með varamarkvörð í leikjum.

„Þetta dregur smá 'professionalismann' úr þessu," sagði Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, sem einnig leikur með Val.

„Ég man að ég sagði við einhvern inn á vellinum: 'Er þetta djók?' Sjáiði þetta gerast hjá körlunum. Er karlalið Víkings að fara að segja við Pablo Punyed að fara í markið?" sagði Jasmín.

„Mér finnst að félög og allir sem eru þar í kring eigi að sjá til þess að svona komi ekki upp," sagði Jasmín. „Félögin eru að vonast til þess að það komi ekkert fyrir markvörðinn sinn og það er ekkert hægt að útiloka það," sagði Guðrún Elísabet.

„Ef þú ert ekki með markvörð þá tekurðu bara einhvern úr 3. flokki. Það er betra að hafa þann markvörð en engan," sagði Jasmín.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Guðrún Elísabet og Jasmín: Heiður að taka þátt í vegferðinni
Athugasemdir
banner
banner