Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   þri 11. júní 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Breiðablik hefur verið á miklu flugi," sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Byrjunin var erfið en mér fannst við komast vel inn í leikinn eftir það. Seinni hálfleikurinn var frábær að því leyti að við náðum inn markinu sem við töluðum um í leikhléinu. Við fengum færi en svo fannst mér vítið alltof mjúkt. Ég held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda. Við vorum 3-1 undir og vorum komin aftur inn í leikinn."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Glenn var ánægður með baráttuna í seinni hálfleiknum en hvernig útskýrir hann byrjunina á leiknum þar sem Keflavík lenti 3-0 undir eftir 17 mínútur?

„Við vorum sofandi í föstum leikatriðum. Ef það er ekki kveikt á þér í þessum augnablikum gegn Breiðabliki þá er þér refsað," sagði hann.

Honum fannst Keflavík eiga möguleika á því að komast aftur inn í leikinn eftir að þær náðu inn marki snemma í seinni hálfleik.

„Já, klárlega. Maður fann það og stelpurnar fundu það. Þetta er synd, mikil synd," sagði Glenn. „Okkur fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Þetta er stór ákvörðun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner