Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 11. júní 2024 21:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikar kvenna: Katrín með tvö mörk í öruggum sigri Blika - Valur valtaði yfir Grindavík
Katrín Ásbjörnsdóttir
Katrín Ásbjörnsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna eftir öruggan sigur á Keflavík í kvöld.


Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í sumar þegar hún kom Blikum yfir strax á 2. mínútu.

Anna Nurmi bætti öðru markinu við stuttu síðar eftir að boltinn barst til hennar eftir að Katrín átti skot í varnarmann. Blikar fóru síðan langt með að tryggja sér sigurinn þegar Barbára skoraði þriðja markið eftir aðeins stundarfjórðung.

Keflvíkingum tókst að klóra í bakkann áður en Katrín skoraði fjórða mark Breiðabliks og annað mark sitt en það kom af vítapunktinum. Það var síðan Vigdís Lilja sem innsiglaði sigurinn með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Saorla Lorraine Miller skoraði svo sárabótamark fyrir Keflavík með marki úr vítaspyrnu stuttu síðara.

Valur fór illa með Grindavík í Safamýrinni, þar sem Nadía Atladóttir og Jasmín Erla Ingadóttir skoruðu tvo mörk hvor, og er því einnig komið í undanúrslitin.

Grindavík 0-6 Valur
0-1 Ísabella Sara Tryggvadóttir
0-2 Nadía Atladóttir ('38 )
0-3 Nadía Atladóttir ('57 )
0-4 Jasmín Erla Ingadóttir
0-5 Jasmín Erla Ingadóttir
0-6 Berglind Rós Ágústsdóttir

Breiðablik 5 - 2 Keflavík
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('2 )
2-0 Anna Nurmi ('10 )
3-0 Barbára Sól Gísladóttir ('17 )
3-1 Melanie Claire Rendeiro ('54 )
4-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('63 , víti)
5-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('90 )
5-2 Saorla Lorraine Miller ('92 , víti)
Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner