Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   þri 11. júní 2024 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki til þessa.
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki til þessa.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk í viðbót," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir þægilegan 5-2 sigur gegn Keflavík í átta-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Breiðablik spilaði vel í leiknum og var sigurinn afar verðskuldaður. Kópavogsliðið var komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútur.

„Það var mikilvægt að stjórna leiknum og að allir leikmennirnir kæmust í gegnum þetta. Þetta var mjög fagmannleg frammistaða," sagði Nik.

Breiðablik hefur unnið alla sína leiki í sumar og er liðið með fullt hús stiga í deildinni. Er tilfinningin sú að þið munu aldrei tapa aftur?

„Við hugsum ekki um það. Gamla klisjan, tökum einn leik í einum. Við höfum verið að gera mjög vel. Við erum sterk varnarlega og erum að skapa færi. Við eigum mjög erfiðan leik á sunnudag. Við viljum halda áfram að vinna."

„Við erum öll á sömu blaðsíðu. Við erum skipulögð og leikmennirnir vita hverju við búumst við af þeim, og við vitum hvert við erum að fara," sagði Nik en það hefur margt breyst hjá Breiðabliki frá síðasta tímabili. Breytingarnar virðast hafa verið af hinu góða.

„Ég var fyrir utan á síðasta tímabili. Ég kom inn og talaði við leikmennina, og fékk þannig hugmyndir um hvað við gætum gert betur. Við höfum reynt að taka það inn. Leikmennirnir sem við höfum fengið inn hafa hjálpað mikið. Við fengum inn leikmenn sem þetta lið þurfti. Þegar einhver nýr kemur inn þá er það ferskt upphaf og fólk vill gefa sitt allt í þetta."

Katrín Ásbjörnsdóttir, sem hefur verið að stíga upp úr meiðslum, skoraði tvennu í dag.

„Hún tók tækifærið sitt. Hún var í réttri stöðu í fyrra markinu og vann svo inn vítaspyrnuna. Hún hefði getað skorað þrennu en frammistaða hennar var mjög góð. Það gefur mér enn meiri hausverk fyrir framhaldið," sagði Nik, sem er á sínu fyrsta tímabili með Blikaliðið.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner