EM-Innkastið er hljóðvarpsþáttur sem Fótbolti.net sendir út frá Frakklandi á meðan EM er í gangi. Þátturinn er daglega á meðan Ísland er með á mótinu.
Elvar Geir Magnússon og Magnús Már Einarsson ræða um EM en gestur í fyrsta þætti er Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV.
Í þættinum er spjallað um íslenska landsliðið, líklegt byrjunarlið gegn Portúgal og hvað við verðum að gera til að stöðva mótherja okkar.
Einnig er rætt um enska landsliðið og leik þeirra gegn Rússlandi ásamt þeim látum sem hafa verið í Marseille kringum stuðningsmenn liðsins.
Sjá einnig:
Hlustaðu á EM-Innkastið gegnum Podcast-forrit
Athugasemdir