Nú er hægt að nálgast upptökur úr útvarpsþætti Fótbolta.net ásamt hlaðvarpsþættinum Innkastið á hlaðvarpsþjónustum snjalltækja, hvort sem er iPhone, iPad eða Android.
Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.
Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".
Vonast er til að þessi bætta þjónusta leggist vel í notendur Fótbolta.net.
Hægt er að hlusta á umræðu úr útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag. Rætt var um Pepsi-deildina, Inkasso-deildina og enska boltann.
Athugasemdir