Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 12. júní 2024 08:18
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Af hverju ætlar Man Utd að halda Ten Hag?
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Erik ten Hag mun halda áfram sem stjóri Manchester United. Þetta var ákveðið eftir að Sir Jim Ratcliffe framkvæmdi úttekt á stöðu mála, á meðan hollenski stjórinn naut þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni á spænsku eyjunni Íbíza.

Guardian segir að það sem hafi vegið þyngst í niðurstöðunni eru bikararnir tveir sem Ten Hag hefur náð í og hversu vel honum hefur gengið að móta unga leikmenn. Þar er talað um öfluga innkomu Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho.

Þá er sagt að Ten Hag hafi sýnt mikla fagmennsku og reisn. Það hafi verið niðurstaðan að hann ætti skilið að halda áfram.

Viðræður við Ten Hag um nýjan samning eru þegar komnar af stað.

Ratcliffe og ráðgjafar hans höfðu áður hug á að skipta um stjóra en nokkrir stórir þættir sannfærðu þá á endanum um að Ten Hag ætti að halda áfram. Þar á meðal er 2-1 sigurinn gegn Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins.

United skoðaði mögulega kosti ef Ten Hag yrði látinn fara, þar á meðal Kieran McKenna, Thomas Tuchel, Graham Potter, Roberto De Zerbi, Thomas Frank, Gary O’Neil og Gareth Southgate.

Mikið hefur verið rætt um meiðslavandræði Manchester United á liðnu tímabili og þá hafa nýir leikmenn á borð við Andre Onana og Mason Mount, sem voru keyptir fyrir ári, verið í aðlögunarferli.

Félagið telur sig hafa tekið rétta ákvörðun með því að standa með Ten Hag sem hefur þurft að takast á við mörg stór mál á stjóratíð sinn. Óvissa hefur ríkt varðandi félagið utan vallar eftir að Glazer fjölskyldan skoðaði að selja og þá hafa verið vandamál á leikmönnum utan vallar; eins og hjá Mason Greenwood, Jadon Sancho og Antony.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner