Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 12. júní 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pep um Cancelo: Þá verður hann að snúa til baka á undirbúningstímabilinu
Í upphitun fyrir landsleikinn gegn Íslandi í nóvember.
Í upphitun fyrir landsleikinn gegn Íslandi í nóvember.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Joao Cancelo lék með Barcelona á láni í vetur frá Manchester City. Pep Guardiola, stjóri City, er opinn fyrir því að Cancelo spili áfram með Barca.

Cancelo var ekki í hlutverki hjá Guardiola og vildi fara annað til að spila. Hann er hins vegar áfram samningsbundinn enska félaginu.

„Þetta þarf að vera besta lausnin fyrir alla aðila," sagði Guardiola um framtíð Cancelo.

„Félögin tvö munu ræða saman. Hann er okkar leikmaður og ef samkomulag næst ekki, þá verður hann að snúa til baka á undirbúningstímabilinu. Ef hann vill vera áfram (hjá Barcelona), og félögin ná samkomulagi, þá verður hann þar áfram," bætti spænsi stjórinn við.

Cancelo er samningsbundinn City til 2027. Hann er þrítugur bakvörður sem getur spilað í báðum bakvörðunum. Hann kom við sögu í 42 leikjum í vetur í deild og Meistaradeild, skoraði fjögur mörk og lagði upp fimm.
Athugasemdir
banner
banner
banner