Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 12. júní 2024 07:52
Elvar Geir Magnússon
Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool
Powerade
Bayern München vill fá Joe Gomez.
Bayern München vill fá Joe Gomez.
Mynd: EPA
Jhon Durán, leikmaður Aston Villa.
Jhon Durán, leikmaður Aston Villa.
Mynd: Getty Images
EM er handan við hornið og eftirvænting í loftinu. Hér er slúðurpakki dagsins en BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Manchester United hefur sett saman lista yfir mögulega sóknarvalkosti en á honum eru meðal annars enski sóknarmaðurinn Ivan Toney (28) hjá Brentford og Jonathan David (24) framherji Lille og Kanada. (ESPN)

Vincent Kompany, nýr stjóri Bayern Munchen, vill fá enska varnarmanninn Joe Gomez (27) frá Liverpool. (Mirror)

Chelsea hefur endurvakið áhuga sinn á kólumbíska framherjanum Jhon Duran (20) hjá Aston Villa. (Telegraph)

Juventus er komið vel á veg í viðræðum við Aston Villa um að fá brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (26). (Sky Sports)

Levi Colwill (21) varnarmaður Chelsea og enska landsliðsins er áfram skotmark Bayern München. Þýska félagið hefur einnig áhuga á Jonathan Tah (28) varnarmanni Þýskalands og Bayer Leverkusen. (Sky Germany)

Bayern hefur hafið samningaviðræður við Leverkusen um Tah. (Bild)

Colwill er hins vegar sáttur við Chelsea og félagið vill ekki selja hann. (Standard)

Manchester United er að búa sig undir að keppa við Arsenal um hollenska framherjann Joshua Zirkzee (24) hjá Bologna sem er með 34 milljóna punda riftunarákvæði. (Metro)

West Ham er á undan Aston Villa og Tottenham í baráttunni um Tammy Abraham (26) framherja Roma. (Gazzetta)

Arsenal stendur frammi fyrir áskorun um að halda Chido Obi-Martin (16) framherja U17 liðs félagsins en Bayern München reynir að fá hann. (Metro)

West Ham hefur boðið enska varnarmanninum Ben Johnson (24) endurbættan fimm ára samning. (Athletic)

Fulham er á góðri leið með að tryggja sér Silas Katompa Mvumpa (25) sóknarleikmann Stuttgart sem er metinn á 15 milljónir punda. (HITC)

West Ham hefur gert fyrirliðann og franska varnarmanninn Kurt Zouma (29) tiltækan til sölu. (Team Talk)

Arsenal er reiðubúið að selja skoska varnarmanninn Kieran Tierney (27) með tapi í sumar. Talið er að á 15 milljóna punda tilboð nægi til að tryggja sér hann. (Football Insider)

Þýski miðjumaðurinn Pascal Gross (32) er í viðræðum við Brighton um að framlengja samning sinn. (Athletic)

Crystal Palace, Ipswich og Southampton berjast um velskan varnarmann Rochdale, George Nevett (18). (HITC)
Athugasemdir
banner
banner
banner