Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 12. júní 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yamal vill spila með Nico Williams hjá Barcelona
Mynd: EPA

Spænska undrabarnið Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, nýtur þess að spila með Nico Williams í landsliðinu.


Williams leikur með Athletic Bilbao en þeir eru saman í landsliðshópnum sem fer á EM. Yamal er aðeins 16 ára gamall en hann skaust upp á stjörnu himininn á síðustu leiktíð þegar hann sló í gegn hjá Barcelona.

Hann hefur þegar spilað sjö landsleiki og skorað tvö mörk fyrir Spán.

„Mér liður betur þegar ég spila með Nico. Við náðum vel saman frá fyrsta degi. Ég náði vel saman við hann og Balde," sagði Yamal.

Hann var síðan spurður út í það hvort hann vildi spila með Williams hjá Barcelona.

„Já, mér finnst við spila vel saman. Þessi spurning ætti þó frekar að vera til hans. Við tölum ekki saman (um orðróma). Við reynum að hafa gaman því að þegar á botninn er hvolft sjáumst við bara í landsliðsverkefni," sagði Yamal.


Athugasemdir
banner
banner
banner