„Það er nóg að gera hjá mér í dag," segir Ian Jeffs, miðjumaður ÍBV og þjálfari kvennaliðs félagsins.
Kvennaliðið mætir Þór/KA í Vestmannaeyjum í dag en leiknum var frestað til 13:45. Klukkan 17 verður flautað til leiks á Akranesi þar sem karlalið ÍBV leikur gegn ÍA í mikilvægum botnbaráttuslag.
Jeffs ætlar að ná báðum leikjum en getur þó ekki klárað kvennaleikinn áður en hann ferðast í leikinn gegn ÍA þar sem hann er lykilmaður á miðju Eyjamanna.
„Ég get náð svona 80% af kvennaleiknum og svo stekk ég bara beint í flug. Ég vonast til að vera mættur á Akranes 45 mínútum fyrir leik," segir Jeffs.
Leikir dagsins
17:00 ÍA-ÍBV (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Fylkir (Kaplakrikavöllur)
Sjá einnig:
Jói Harðar stýrir ÍBV í dag
Ian Jeffs hjá ÍBV tekur þátt í Amazing Race í dag. http://t.co/ecY4IpK3v4 #fotboltinet pic.twitter.com/ttqI2cJwkJ
— Fótboltinet (@Fotboltinet) July 12, 2015
Athugasemdir