Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   sun 12. júlí 2015 11:30
Elvar Geir Magnússon
Jói Harðar snýr aftur - Stýrir ÍBV í dag
Jóhannes Harðarson mætir uppeldisfélagi sínu.
Jóhannes Harðarson mætir uppeldisfélagi sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag klukkan 17:00 mætast ÍA og ÍBV í 11. umferð Pepsi deildar karla. Aðeins eitt stig skilur liðin af sem sitja í níunda og tíunda sæti Pepsi deilarinnar.

Mikilvægi leiksins er því gríðarlegt. Jóhannes Þór Harðarson, þjálfari ÍBV kom til landsins í gær og mun stýra ÍBV liðinu í dag gegn sínu uppeldisfélagi ásamt Inga Sigurðssyni en þetta kemur fram á Eyjafréttum.

Jóhannes hefur verið fjarverandi í síðustu tveimur leikjum af persónulegum ástæðum og hefur Ingi Sigurðsson stýrt liðinu af hliðarlínunni í hans fjarveru.

Eyjamenn hafa verið að rétta úr kútnum eftir arfaslaka byrjun, unnu Breiðablik í síðasta leik og eru komnir í undanúrslit bikarsins.

Leikir dagsins
17:00 ÍA-ÍBV (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Fylkir (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner