Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 12. október 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Mack og McIntosh ekki áfram á Selfossi
James Mack á sprettinum.
James Mack á sprettinum.
Mynd: Raggi Óla
Selfoss hefur ákveðið að framlengja ekki samninga sína við James Mack og Leighton McIntosh. Þetta staðfesti Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Mack er kantmaður frá Bandaríkjunum en hann var markahæsti leikmaður Selfyssinga í sumar með sjö mörk í Inkasso-deildinni. Í fyrra skoraði hann sex mörk með Selfyssingum. McIntosh er skoskur framherji sem kom á miðju sumri og skoraði eitt mark í sjö leikjum.

Í gær var greint frá því að enski miðvörðurinn Andy Pew geri ekki nýjan samning við Selfoss.

Spænski miðjumaðurinn Pachu verður áfram á Selfossi en hann var að ljúka sínu öðru tímabili með liðinu. Pachu var valinn bestur á lokahófi Selfyssinga eftir tímabilið.

Hins vegar óvíst hvort ítalski vinstri bakvörðurinn Giordano Pantano verði áfram en hann spilaði fjórtán leiki í sumar.
Athugasemdir
banner
banner