Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 11. október 2017 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andy Pew á förum frá Selfossi
Pew hefur verið mikilvægur fyrir Selfoss undanfarin ár.
Pew hefur verið mikilvægur fyrir Selfoss undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Reynsluboltinn Andy Pew er á förum frá Selfossi. Þetta staðfesti hann á Instagram síðu sinni í dag.

Pew spilaði fyrst með Selfyssingum árið 2006, en hann hefur einnig spilað með Hamri og Árborg hér á landi. Hann hefur þó spilað með Selfossi samfleytt frá árinu 2013.

Hann er 36 ára Englendingur en hann hefur reynst gríðarlega mikilvægur fyrir Selfyssinga undanfarin ár.

Síðastliðið sumar spilaði hann 21 leik í Inkasso-deildinni.

„Þetta er sorgardagur fyrir mig," skrifar Pew á Instagram síðu sína. „Ég var að vonast til að leggja skóna á hilluna hérna en það verður ekki að því. Ég vil þakka öllum sem hafa verið hjá félaginu í gegnum árin, ég er mjög þakklátur."

Pew er ekki að leggja skóna á hilluna. Hann sagði í samtali við Fótbolta.net að hann og félagið hefðu ekki náð saman um nýjan samning. Hann er að leita sér að nýju liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner