Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
banner
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
mánudagur 22. apríl
Besta-deild kvenna
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
laugardagur 20. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 20. apríl
Championship
Cardiff City - Southampton - 14:00
Huddersfield - Swansea - 14:00
Leicester - West Brom - 11:30
Norwich - Bristol City - 14:00
QPR - Preston NE - 16:15
Rotherham - Birmingham - 14:00
Stoke City - Plymouth - 14:00
Sunderland - Millwall - 14:00
Watford - Hull City - 14:00
FA Cup
Man City - Chelsea - 16:15
Úrvalsdeildin
Luton - Brentford - 14:00
Sheffield Utd - Burnley - 14:00
Wolves - Arsenal - 18:30
Super League - Women
Bristol City W - Liverpool W - 11:30
Bundesligan
Union Berlin - Bayern - 16:30
Wolfsburg - Bochum - 13:30
Köln - Darmstadt - 13:30
Hoffenheim - Gladbach - 13:30
Heidenheim - RB Leipzig - 13:30
Bundesliga - Women
Essen W - Hoffenheim W - 10:00
Eintracht Frankfurt W - Nurnberg W - 12:00
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Barcelona W - Chelsea W - 11:30
Lyon - PSG (kvenna) - 17:00
Serie A
Empoli - Napoli - 16:00
Verona - Udinese - 18:45
Toppserien - Women
Roa W - Valerenga W - 11:00
Arna-Bjornar W - Stabek W - 12:00
Asane W - SK Brann W - 12:00
Kolbotn W - Rosenborg W - 14:45
Úrvalsdeildin
CSKA - Akhmat Groznyi - 16:30
Rubin - Lokomotiv - 11:00
Baltica - Kr. Sovetov - 13:30
La Liga
Celta - Las Palmas - 12:00
Valencia - Betis - 16:30
Girona - Cadiz - 19:00
Vallecano - Osasuna - 14:15
Damallsvenskan - Women
Vittsjo W - AIK W - 13:00
Vaxjo W - KIF Orebro W - 13:00
Elitettan - Women
Alingsas W - Orebro SK W - 13:00
Jitex W - Bollstanas W - 13:00
Gamla Upsala W - Mallbacken W - 13:00
fim 13.apr 2017 12:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Forfallinn hjólabrettafíkill sem kennir stærðfræði

Alexander Veigar Þórarinsson er mættur aftur í Pepsi-deildina eftir að hafa leikið síðustu sex ár í næstefstu deild. Segja má að Alexander Veigar hafi útskrifast með hæstu einkunn úr Inkasso-deildinni í fyrra því hann var valinn leikmaður ársins eftir að hafa hjálpað Grindvíkingum upp um deild. Alexander Veigar er líflegur karakter sem hefur meðal annars hæfileika þegar kemur að hjólabrettum og breakdans.

,,Það er margfalt gáfulegra að fara út á land og spila meistaraflokksbolta ef menn eru í basli við að komast í lið í kringum tvítugt. Þetta er líka gott til að þroskast, fara aðeins af hótel mömmu og búa einn eða með einhverjum strákum.''
,,Það er margfalt gáfulegra að fara út á land og spila meistaraflokksbolta ef menn eru í basli við að komast í lið í kringum tvítugt. Þetta er líka gott til að þroskast, fara aðeins af hótel mömmu og búa einn eða með einhverjum strákum.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Brettið er eiginlega alveg farið á hilluna núna. Það væri ekki vinsælt ef maður myndi meiða sig á því í dag.''
,,Brettið er eiginlega alveg farið á hilluna núna. Það væri ekki vinsælt ef maður myndi meiða sig á því í dag.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég fékk tíu í samræmdu prófunum í grunnskóla þannig að ég ætti að vera með þetta á hreinu. Draumurinn er að verða stærðfræði kennari í framhaldsskóla ef maður nennir að sækja sér þá menntun sem maður þyrfti helst að hafa í þessu.''
,,Ég fékk tíu í samræmdu prófunum í grunnskóla þannig að ég ætti að vera með þetta á hreinu. Draumurinn er að verða stærðfræði kennari í framhaldsskóla ef maður nennir að sækja sér þá menntun sem maður þyrfti helst að hafa í þessu.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er forfallinn hjólabrettafíkill frá því að ég var yngri. Í 4-8. bekk vorum við alltaf á bretti og ég var orðinn góður þó að ég segi sjálfur frá.''
,,Ég er forfallinn hjólabrettafíkill frá því að ég var yngri. Í 4-8. bekk vorum við alltaf á bretti og ég var orðinn góður þó að ég segi sjálfur frá.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það voru margir leikir sem við klúðruðum gjörsamlega og eftir á að hyggja vorum við með ógeðslega gott lið.''
,,Það voru margir leikir sem við klúðruðum gjörsamlega og eftir á að hyggja vorum við með ógeðslega gott lið.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er mikið lagt í íþróttastarfið í Grindavík og uppvaxtarárin lituðust af því.''
,,Það er mikið lagt í íþróttastarfið í Grindavík og uppvaxtarárin lituðust af því.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég var í geggjuðu formi í byrjun sumars og ég var kominn með mikla reynslu líka.''
,,Ég var í geggjuðu formi í byrjun sumars og ég var kominn með mikla reynslu líka.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta er ógeðslega erfitt. Samt var maður á þessu heilu dagana þegar maður var yngri.''
,,Þetta er ógeðslega erfitt. Samt var maður á þessu heilu dagana þegar maður var yngri.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég á medalíu frá fyrsta breakdansmóti Íslands frá því ég var svona 12 ára.''
,,Ég á medalíu frá fyrsta breakdansmóti Íslands frá því ég var svona 12 ára.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er forfallinn hjólabrettafíkill frá því að ég var yngri. Í 4-8. bekk vorum við alltaf á bretti og ég var orðinn góður þó að ég segi sjálfur frá,“ segir Alexander og brosir. „Brettið er eiginlega alveg farið á hilluna núna. Það væri ekki vinsælt ef maður myndi meiða sig á því í dag. Maður verður líka þreyttur á þessu. Þetta er ógeðslega erfitt. Samt var maður á þessu heilu dagana þegar maður var yngri.“

Rodney Mullen var átrúnaðargoð Alexanders á hjólabrettunum á sínum tíma en nokkrir ungir strákar úr Grindavík fengu bæjaryfirvöld til að búa til aðstöðu til að geta leikið sér á brettunum.

„Ég var reyndar ekki með þeim en nokkrir strákar fóru upp á bæjarskrifstofu og komu með hugmynd að því að reisa skatepark. Það voru settar þrjár milljónir í það og þetta er ennþá fyrir utan skólann í dag. Þetta virkar alveg jafn vel og þá,“ segir Alexander sem reyndi einnig fyrir sér í breakdans á yngri árum.

„Ég á medalíu frá fyrsta breakdansmóti Íslands frá því ég var svona 12 ára. Natasha Royal var með námskeið í Grindavík 1-2 í viku í eitt ár og það var ógeðslega gaman.“

Uppáhalds trixið er frá Ronaldinho
Í hjólabrettunum og brakedansinum skiptir hugmyndaflugið máli og Alexander hefur einnig sýnt hugmyndaflug sitt í fótboltanum í gegnum tíðina þar sem tækni hans með boltann er mögnuð. „Ég var mikið með bolta þgar ég var lítill. Fyrir hverja einustu æfingu tek ég bolta og reyni að gera einhver trikk. Það er ennþá með því skemmtilegra sem ég geri í dag,“ segir Alexander en uppáhalds trixið hans er „Elastico.“

„Ég geri það reglulega. Ég er orðinn öruggur með þetta og þori að gera þetta. Ronaldinho gerði þetta frægt á sínum tíma. Hann var aðal átrúnaðargoðið manns þegar hann var upp á sitt besta og maður var alltaf að reyna að apa upp eftir honum.“

Þrátt fyrir að hafa prófað ýmsa hreyfingu þá var fótboltinn alltaf í efsta sæti hjá Alexander á yngri árum. Hann segir frábært fyrir unga íþróttakrakka að alast upp í Grindavík. „Það er mikið lagt í íþróttastarfið í Grindavík og uppvaxtarárin lituðust af því. Það var skóli og svo fór maður út í fótbolta. Ég var ekkert í körfunni. Ég fór á eina æfingu og fíla það alls ekki,“ sagði Alexander en hver er lykillinn á bakvið það að Grindavík eigi lið í efstu deild í bæði karla og kvennaflokki í fótbolta og körfubolta?

„Þetta er magnað hjá 3000 manna bæjarfélagi. Ég held að þetta sé að miklu leyti til út af áhuga velunnara sem leggja mikið í þetta. Það spilar mjög stóran þátt í þessu. Íþróttaáhuginn er mikill og það eina sem kemst að í spjalli við mig út í bæ er fótbolti.“

Elskaði að vera á Vestfjörðum
Eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn með sínu liði Grindavík þá ákvað Alexander að ganga í raðir Fram fyrir sumarið 2009. Samtals spilaði hann þó einungis átta leiki á tveimur árum þar.

„Eftir á var það kannski röng ákvörðun af því að ég spilaði lítið. Ég var tvítugur og langaði að prófa eitthvað nýtt. Síðan kom í ljós að ég var ekki nógu góður til að vera í liði sem var 4-6. besta lið landsins. Það var samt góð reynsla.“

„Eftir tvö ár í Fram hafði BÍ/Bolungarvík samband við mig. Ég vildi prófa eitthvað ævintýri og þetta var ógeðslega gaman. Ég elskaði hvert einasta sumar og nú á ég endalaust af vinum fyrir vestan . Ég gæti alveg séð fyrir mér að búa þar í framtíðinni. Þó að ég hafi farið niður í 1. deildina þarna þá sé ég ekki eftir neinu með BÍ.“


BÍ/Bolungarvík fór í undanúrslit Borgunarbikarsins 2011 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar en liðið sló meðal annars út þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks í eftirminnilegum leik í 16-liða úrslitunum. Árið 2013 var liðið síðan nálægt því að fara upp í Pepsi-deildina undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar.

„2013 áttum við að fara upp miðað við mannskap. Við vorum bara tveimur stigum frá því. Við vorum bara einum leik frá þessu. Það voru margir leikir sem við klúðruðum gjörsamlega og eftir á að hyggja vorum við með ógeðslega gott lið.“

Félög úti á landi eru oft ósátt með það hversu erfiðlega gengur að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu í sínar raðir. Alexander Veigar hvetur unga leikmenn til að prófa að spila úti á landi. „ Ég mæli 100% með því. Það er margfalt gáfulegra að fara út á land og spila meistaraflokksbolta ef menn eru í basli við að komast í lið í kringum tvítugt. Þetta er líka gott til að þroskast, fara aðeins af hótel mömmu og búa einn eða með einhverjum strákum.“

Hætti í náminu og rúllaði upp Inkasso-deildinni
Eftir þrjú tímabil á Vestfjörðum þá ákvað Alexander að fara í Þrótt. Á öðru tímabili í Laugardalnum hjálpaði hann Þrótti upp í Pepsi-deildina. Alexander kláraði hins vegar ekki tímabilið því hann fór í ágúst til Danmerkur í mastersnám í viðskiptafræði.
„Það gekk ekkert alltof vel í náminu. Ég var eini Íslendingurinn í þessu námi og það var erfitt að geta ekki talað um þetta nám á íslensku,“ sagði Alexander sem hélt sér í formi úti í Danmörku en hann var ekkert búinn að ákveða hvar hann myndi spila sumarið 2016.

„ Ég var búinn að æfa úti með sterku 2. deildarliði sem heitir Brabrand. Það var miklu betra lið en ég bjóst við. Þeir væru í 1. deildinni eða Pepsi-deildinni á Íslandi. Þeir voru mjög góðir í fótbolta og ég upplifði mig sem tuttugasta mann í liðinu þar sem ég var ekki í neinu formi. Ég æfði með þeim bara til gamans en ef þeir hefðu boðið mér eitthvað þá hefði ég alveg viljað kíkja á það.“

Í mars ákváðu Alexander og Elín unnusta hans að flyta heim tl Íslands á nýjan leik og flytja til Grindavíkur ásamt ungum syni þeirra. Alexander samdi við Grindavík og fór að vinna í hlutastarfi sem forfallakennari í Grindavíkurskóla. Vikurnar fyrir mót nýtti Alexander vel til að koma sér í gott form.

„Ég var í hálfri vinnu í skólanum sem forfallakennari. Þegar það var engin vinna í 1-2 daga þá fór ég í ræktina á morgnana og æfingu á kvöldin,“ sagði Alexander sem sprakk gjörsmalega út í liði Grindavíkur og skoraði 14 mörk, tvöfalt meira en hann hefur áður gert á einu tímabili.

„Ég var í geggjuðu formi í byrjun sumars og ég var kominn með mikla reynslu líka. Ég var ekki að hlaupa út um allt og hugsaði hvar ég ætti að vera og hvenær. Jobbi (Jósef Kristinn Jósefsson) spilaði fyrir aftan mig og hann átti þvílíkt stóran þátt í þessu. Ég vissi alltaf hvert hann var að fara að gefa hann og Jobbi lagði örugglega helminginn af mörkunum upp. Þegar maður byrjaði að skora í fyrsta leik þá fékk maður sjálfstraust og trúði því ekki að maður gæti sparkað framhjá markinu.“

Dreymir um að kenna stærðfræði í framhaldsskóla
Sumarið gekk eins og í sögu en Grindvíkingar komust upp í Pepsi-deildina ásamt KA. Síðastliðið haust fór Alexander síðan í fullt starf í Grindavíkurskóla.

„Ég sótti um og fékk starf sem umsjónarkennari í tíunda bekk. Þetta hentar vel með fótboltanum, sérstaklega þar sem við erum bara hálf atvinnumannalið og erum ekki að æfa í hádeginu. Það er snilld að vera í starfi með fótboltanum sem reynir ekki á líkamlega.“

Alexander kennir einnig einstaka tíma í áttunda og níunda bekk en stærðfræði er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Ég fékk tíu í samræmdu prófunum í grunnskóla þannig að ég ætti að vera með þetta á hreinu. Draumurinn er að verða stærðfræði kennari í framhaldsskóla ef maður nennir að sækja sér þá menntun sem maður þyrfti helst að hafa í þessu,“ sagði Alexander sem er einnig mikill áhugamaður um landafræði.

Alexander fékk ekki tækifæri til að spila með Þrótti í Pepsi-deildinni í fyrra eftir að hafa farið upp með liðinu 2015. „Ég vildi sjá hvernig þeir gera þetta og læra af þeim,“ segir Alexander og hlær en hann er að fara að spila með uppeldisfélagi sínu í Pepsi-deildinni, níu árum eftir að hann lék síðast í deild þeirra bestu með Grindavík.

„Ég get eiginlega ekki beðið. Þegar ég var í BÍ var ég ekkert að missa mig yfir Pepsi-deildinni. Ég var búinn að alast upp í Grindavík þar sem liðið var alltaf í Pepsi-deildinni og fór síðan í Fram. Þetta var ekkert það merkilegt fyrir mér en núna er ég þvílíkt spenntur fyrir þessu. Deildin er alltaf að verða stærri og sterkari. KSÍ er að fá miklu meiri pening, þá fá liðin meiri pening og gæðin verða ennþá meiri. Ég og allir í liðinu erum ógeðslega spenntir,“ sagði Alexander sem lofar að bjóða upp á skemmtilegt fagn þegar hann kemst á blað í sumar.

„Ég var gerður að varafyrirliða á eftir Gunna Þorsteins og ég setti það sem mitt fyrsta verk að finna upp á skemmtilegum fögnum. Fyrir nokkrum árum var ég með break fögn og ég tók eitt slíkt gegn Haukum í fyrra. Ég lofa skemmtilegu fagni ef ég skora í sumar. Ég skal taka gamla góða break fagnið eða koma með eitthvað nýtt,“ sagði Alexander léttur í bragði að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Grindavík
Óli Stefán: Horfði til Conte hjá Juventus þegar ég pældi í 3-5-2
Hin Hliðin - Björn Berg Bryde
Athugasemdir
banner
banner