Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 13. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Björn Berg Bryde (Grindavík)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Grindavík í Pepsi-deild karla er spáð 11. sæti í deildinni og þar með því fallsæti en þeir eru nýliðar í deildinni. Í dag er það varnarmaðurinn Björn Berg Bryde sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Björn Berg Bryde.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Krakkarnir í skólanum hafa mikið verið að vinna með Bjössa Bolla, finnst hrikalegt að vera fatshame-aður svona #stopFatshaming2K17.

Aldur: 24.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 18 eða 19 ára.

Uppáhalds drykkur: Rauður Kristall.

Uppáhalds matsölustaður: Dominos.

Hvernig bíl áttu: Rúlla götur bæjarins á nærbuxnabláum Kia Piccanto.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Entourage.

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake, Weeknd og Unnur Eggerts.

Uppáhalds samskiptamiðill: Snappið.

Skemmtilegasti "vinur" þinn á Snapchat: Badgalbjoggi er skylduadd.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Snickerskurl, jarðaber og súkkulaðidýfu.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Sæll þú verður að fara að borga æfingarferðina sem allra fyrst" þröngt í búi hjá undirrituðum.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Pass.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Björn Daníel Sverrisson fær mann til að efast um fótboltahæfileika sína.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Spilaði einu sinni á móti Stebba Þórða, eftir ca. 15 sek var hann búinn að rota mig .... það var óþolandi.

Sætasti sigurinn: 4-3 sigur á Blikum í úrslitaleik bikarsins í 3. flokki þar sem Brynjar Ásgeir fór hamförum.

Mestu vonbrigðin: Sennilega sumarið 2013, þegar Víkingur fór upp á markatölu eftir 16-0 sigur á Völsungi og við sátum eftir með sárt ennið.

Uppáhalds lið í enska: Man Utd.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Scott Ramsey úr GG, gæjinn er skepna.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Kjöltudansarnir eru on me og landsliðið í FIFA.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Er Haxbert Guðmunds ekki augljósa svarið.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Garðar Gunlágsen er stönner.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Björk Gunnarsdóttir.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Anton Helgi a.k.a. T-Dawg.

Uppáhalds staður á Íslandi: Hfj.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í leik gegn Val í 2. flokki varð ég fyrir því óláni að fugl skeit á hausinn á mér, gera þurfti hlé á leiknum meðan ég skolaði dritið úr hárinu. Ég hef enn þann dag í dag ekki handsamað þrjótinn.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Snooze-a svona 8x.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég hef verið dyggur stuðningsmaður Cleveland síðan í júní síðastliðnum, engin sérstök ástæða fyrir því ...

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Eftir mörg ár í Adidas hef ég nýlega verið að færa mig yfir í UnderArmour, mæli með.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mætingin hefur leikið mig grátt í gegnum tíðina.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Stórvinur minn Andri Rúnar benti mér nýlega á ísraelska stórsmellinn Shir Habatlanim, furða mig ennþá á því að þetta lag skyldi ekki vinna keppnina.

Vandræðalegasta augnablik: Ég lenti í óþægilegu atviku í leik gegn Fjölni eitt sinn. Þannig var mál með vexti að okkur hafði mistekist að vinna Fjölni og var ég ekki parsáttur með það. Í bræði minn sparkaði ég í varamannaskýli með viðeigandi öskrum. Það fór ekki betur en svo að fóturinn fór í gegnum skýlið og sat ég eftir fastur með hálfan fótlegginn í gegnum skýlið. Í þessar óþægilegu mínútur sem ég var fastur í skýlinu urðuðu fjölnismenn yfir mig og vildu helst að ég myndi greiða skaðann á staðnum, ég hef sjaldan skammast mín jafnmikið.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Fyrsti maður á blað verður að vera Jón Jónsson, hans verkefni væri að halda uppi stemmingunni. Langar að velja Einar Hjörleifs líka, það er maður sem gæti bæði veitt í matinn og eldað bráðina án nokkurs vanda. Síðast enn ekki síst myndi ég velja Indriða Sig. Held það mundi reynast gríðarlega mikilvægt að vera með einn reynslubolta á svæðinu sem gæti haldið þessu fríða föruneyti í skefjum þegar vandamál kæmu upp.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með 36 í forgjöf í golfi.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Grindavík
Óli Stefán: Horfði til Conte hjá Juventus þegar ég pældi í 3-5-2
Alexander Veigar - Forfallinn hjólabrettafíkill sem kennir stærðfræðu
Athugasemdir
banner
banner