Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 14. febrúar 2013 11:33
Magnús Már Einarsson
Gunnar Guðm.: Ekki að fylla allt af leikmönnum frá Brentford
Norðmennirnir allir á förum
Gunnar Guðmundsson.
Gunnar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Jon André Röyrane.
Jon André Röyrane.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska C-deildar félagið Brentford tilkynnti í gærkvöldi um samstarf við Selfyssinga. Hluti af samstarfinu felur í sér að Selfyssingar geti fengið leikmenn á láni frá Brentford og möguleiki er á að sú verði raunin í fyrstu deildinni í sumar.

,,Ég held að það sé nú ekki verið að horfa til þess að fylla allt af leikmönnum frá Brentford," sagði Gunnar Guðmundsson þjálfari Selfyssinga við Fótbolta.net í dag.

,,Þetta er samstarfsverkefni með það í huga að báðir aðilar njóti góðs af. Ég á von á því að einhverijr tveir leikmenn komi til okkar hluta af sumri og að sama skapi eigum við möguleika á að senda einhverja af okkar leikmönnum út."

Líklegt er að tveir leikmenn frá Brentford komi til Selfyssinga í maí eða júní og verði hjá félaginu í nokkrar vikur áður en undirbúningstímabilið á Englandi hefst.

,,Þetta eru ungir leikmenn frá Brentford og félagið er að horfa til þess að láta þá komast í nýtt umhverfi og fá nýja reynslu. Ef þeir eru nógu góðir til að spila með okkur í 1. deildinni er ekki ólíklegt að þeir spili með okkur leiki en það er ekkert sjálfgefið."

Selfyssingar sömdu á dögunum að nýju við varnarmanninn Bernard Petrus Brons auk þess sem spænski framherjinn Javier Zurbano Lacalle er kominn til félagsins.

Norðmennirnir Ivar Skjerve, Jon André Röyrane, Marko Hermo og Robert Sandnes eru aftur á móti allir á förum en þeir léku með Selfyssingum í fyrra.

,,Þeir höfðu áhuga á að leita á önnur mið og þá er það þannig. Við áttum samtal við þá í byrjun vetrar en það gekk svo ekkert lengra," sagði Gunnar.

Sjá einnig:
Selfoss í samtarf við Brentford
Athugasemdir
banner
banner