Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 13. febrúar 2013 22:24
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC | Opinber heimasíða Brentford 
Selfoss í samstarf við Brentford
Selfyssingar fá efnilega leikmenn lánaða
Leikmenn Brentford fagna marki gegn Chelsea.
Leikmenn Brentford fagna marki gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Gunnar Guðmundsson er þjálfari Selfyssinga.
Gunnar Guðmundsson er þjálfari Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska fyrstudeildarliðið Brentford hefur tilkynnt um samstarf við 1. deildarlið Selfoss. Felur samningurinn í sér að Brentford mun lána Selfyssingum leikmenn.

Brentford er staðsett í Lundúnum og er stýrt af Þjóðverjanum Uwe Rösler. Liðið er í mikilli baráttu um að komast upp í Championship-deildina, auk þess sem liðið gerði jafntefli gegn Chelsea nýverið í fjórðu umferð enska bikarins. Mætast liðin því á ný um helgina.

,,Það er mjög óvanalegt fyrir félag í fyrstu deild að geta nýtt sér svona samstarf. Ég hef komið til Íslands og þeir hafa nokkuð spennandi hugmyndir um þjálfun og þróun leikmanna," sagði Ose Aibangee, yfirþjálfari akademíunnar hjá Brentford.

,,Þetta setur nýja staðla og nafn Brentford mun verða mun þekktara annarsstaðar. Íslenska tímabilið er frá maí fram í september, svo okkar ungu leikmenn geta farið þangað yfir sumarið ef þeir vilja bæta sig enn frekar."

Hann segir að félagið muni einnig nýta sér þekkingu Gunnars Guðmundsson, þjálfara Selfoss, í að finna unga og efnilega leikmenn hér á landi, en Gunnar er fyrrum þjálfari U-17 ára landsliðs Íslands.

,,Þeir eru spenntir fyrir að vinna með okkur og þeir sjá að félögin eru svipuð. Að vinna með Selfossi, og einnig Gunnari, mun einnig stækka njósnanet okkar. Tenging okkar mun hjálpa okkur að finna þessar stjörnur áður en þeir verða þekktari og vonandi náð þeim til Brentford."

,,Við munum heyra um bestu leikmennina á Íslandi á undan allri Evrópu."
Athugasemdir
banner
banner
banner