Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Framtíð Nico Williams óljós - Herrera búinn að framlengja
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Framtíð kantmannsins knáa Nico Williams er óljós en hann á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við uppeldisfélagið Athletic Bilbao.

Williams er eftirsóttur af ýmsum stórliðum enda er hann 21 árs gamall og að gera flotta hluti bæði í spænska boltanum og með spænska landsliðinu.

Williams er í landsliðshópi Spánverja sem fer á EM í sumar og segist hann ekki vera að flýta sér að taka ákvörðun varðandi framtíðina.

„Ég er mjög ánægður hjá Athletic, ég elska þetta félag og verð ævinlega þakklátur fyrir tíma minn hérna," sagði Williams, sem kom að 25 mörkum í 37 leikjum með Athletic á síðustu leiktíð.

Arsenal, Tottenham og Barcelona eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Williams en hann ætlar ekki að taka neina ákvörðun fyrr en eftir Evrópumótið.

„Bilbao er heimilið mitt. Ég er mjög ánægður og það eina sem ég er að hugsa um núna er Evrópumótið. Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni og ætla ekki að eyða orku í að hugsa um það. Ég sagði við umboðsmanninn minn að ég vil ekki heyra af neinum áhuga frá öðrum félögum fyrr en eftir EM."

Miðjumaðurinn Ander Herrera var þá að framlengja samning sinn við Athletic um eitt ár. Herrera, sem verður 35 ára í ágúst, kom við sögu í 27 leikjum með Athletic á síðustu leiktíð en hann hefur meðal annars leikið fyrir Paris Saint-Germain og Manchester United á sínum ferli sem atvinnumaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner