Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 17:30
Fótbolti.net
Fréttaritarar spá fyrir EM - Hvaða lið vinnur þetta eiginlega?
Frakkarnir eru líklegir.
Frakkarnir eru líklegir.
Mynd: Getty Images
Toni Kroos leggur skóna á hilluna eftir EM.
Toni Kroos leggur skóna á hilluna eftir EM.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, fyrirliði Englands, og Kylian Mbappe, stjarna Frakklands.
Harry Kane, fyrirliði Englands, og Kylian Mbappe, stjarna Frakklands.
Mynd: EPA
Það verður spennandi að sjá Wirtz á mótinu.
Það verður spennandi að sjá Wirtz á mótinu.
Mynd: Getty Images
Gætu Mitrovic og Serbarnir komið á óvart?
Gætu Mitrovic og Serbarnir komið á óvart?
Mynd: EPA
England er á meðal sigurstranglegustu liða.
England er á meðal sigurstranglegustu liða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gera Ítalir á þessu móti?
Hvað gera Ítalir á þessu móti?
Mynd: Getty Images
Súper Ralf Rangnick.
Súper Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
Ronaldo er líklega að fara að spila á sínu síðasta stórmóti.
Ronaldo er líklega að fara að spila á sínu síðasta stórmóti.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Evrópumótið í fótbolta hefst í kvöld þegar gestgjafar Þýskalands taka á móti Skotlandi í opnunarleiknum. Það ríkir mikil spenna fyrir mótinu og mörg lið sem geta tekið titilinn.

Við ákváðum núna þegar stutt er í fyrsta leik að kanna hug fréttamanna Fótbolta.net fyrir mótinu. Lagðar voru fram þrjár einfaldar spurningar:

1) Hvaða lið verður meistari?

2) Hver verður bestur?

3) Hvaða lið kemur á óvart og verður öskubuskusaga mótsins?

Svona voru svörin:

Baldvin Már Borgarsson
1) England vinnur mótið, það er kominn tími á þá og ég er hrifinn af þessum breytingum, Marc Guehi er flottur leikmaður og á eftir að mynda flott par með John Stones, eina sem böggar mig við þetta enska lið er markmannsstaðan, Pope er skásti kosturinn en með einn heimsklassa markmann væru þeir ennþá líklegri.

2) Trent verður bestur, hann verður þarna á miðjunni að dreifa og dæla út stoðsendingum með Rice og Bellingham með sér, það er ein vel sexy miðja að mínu mati.

3) Ég held að Serbarnir verði seigir, þeir eiga alltaf lúmska gæðakalla í sínu liði, fyrir utan það hvað Serbar eða bara flestallir þessar Balkanskagamenn eru snarbilaðir sigurvegarar, ég hef lengi haldið því fram að allir vinir mínir af þessu svæði myndu nánast ganga svo langt að svindla til að vinna, svo sterkur er sigurviljinn, það mun fleyta þeim langt.

Elvar Geir Magnússon
1) Frakkland stendur uppi sem sigurvegari. Voru vítaspyrnu frá því að vera heimsmeistarar. Vel skipulagðir og pakkfullir af gæðum í öllum stöðum.

2) Kylian Mbappe mun ríkja yfir heimsfótboltanum næstu árin. Hann og Florian Wirtz verða tveir bestu menn mótsins.

3) Albanía er í þungavigtarriðli en ég tel að Sylvinho geti galdrað eitthvað skemmtilegt fram og gefið risunum erfiða keppni.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1) Ég held að Þjóðverjar muni þjappa sér vel saman og vinna þetta á heimavelli. Síðustu stórmót verið mikil vonbrigði en þeir rífa sig í gang núna. Musiala og Wirtz verða rosalegir.

2) Mér líður eins og Toni Kroos muni ljúka ferlinum eins og Zidane 2006. Nema þá að hann skallar ekki neinn og hann mun lyfta bikarnum í lok móts. Þvílíkur kóngur.

3) Ég vona svo innilega að Skotland muni koma á óvart. Stuðningsmannalag Skotlands er rosalegt, farið og hlustið á það.

Jóhann Þór Hólmgrímsson
1) Heimamenn taka þetta. Skrifað í skýin að Toni Kroos lyfti bikarnum í sínum síðasta leik á ferlinum á heimavelli.

2) Florian Wirtz springur út á stærsta sviðinu eftir frábært tímabil með Leverkusen.

3) Danir fóru alla leið í undanúrslit árið 2020 en sitja eftir með sárt ennið eftir riðlakeppnina á kostnað Serba sem eru með sjóðandi heitan Alexandar Mitrovic innanborðs. Ekki er Dusan Vlahovic þá lélegur.

Stefán Marteinn Ólafsson
1) Ef allt er eðlilegt ættu Frakkarnir að taka þetta. Eru heilt yfir með besta hópinn og menn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Ég væri samt alveg til í að sjá Englendingana eða heimamenn í Þýskalandi ná langt líka en mér finnst bara vanta meira í þeirra lið heldur en Frakka.

2) Kylian Mbappé er svaðalegur í þessari Frönsku treyju og yfirleitt þeirra aðalmaður þegar þeir eru á flugi. Ef hann verður ekki í stuði þá vinna Frakkar þetta ekki svo ég verð að kasta atkvæðinu á þann meistara. Fer svo eftir hversu langt Þýskaland nær hvort Toni Kroos nær að klína sér þarna í baráttuna. Er með sögu línuna til þess að landa þessu ef Þjóðverjar fara langt.

3) Ég er með einhverja tilfinningu fyrir Serbum. Fullt af hörku spilurum þarna sem hefur ekki endilega farið mikið fyrir. Vlahovic, Mitrovic, Tadic, Milinkovic-Savic bræðurnir og fleiri flottir spilarar sem gætu alveg gert eitthvað þarna.

Sverrir Örn Einarsson
1) Í mínum huga er Frakkland líklegast til þess að standa uppi sem sigurvegari. Lið sem hefur reynslu og haug af hæfileikum. Síðasti dans Giroud á stórmóti og Mbappé í partýgír eftir að hafa samið við Real Madrid. Erfitt að sjá eitthvað lið stoppa þá á þessu móti.

2) Kylian Mbappé verður sennilega bestur af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur enga ástæðu til þess að vera í fýlu lengur. Hann er búinn að skrifa undir hjá Real Madrid, hann er aðalmaðurinn í þessu liði og veit það alveg sjálfur. Setur einhver 7-8 mörk í mótinu og leggur upp 3-4 önnur á Giroud og verður valinn bestur.

3) Byggt á óskhyggju frekar en eitthvað annað en ég vona að Skotar verði í hlutverki spútnikliðsins á þessu móti. Sé það alveg fyrir mér að þeir steli öðru sæti A-riðils og mæti ríkjandi meisturum Ítala í 16 liða úrslitum og slái þá út í hundleiðinlegum 1-0 leik. Fari svo er ekkert ólíklegt að England bíði þeirra í 8-liða úrslitum vinni Englendingar sinn riðil og komist í gegnum 16-liða úrslitin sem yrði mjög áhugaverð viðureign.

Sæbjörn Steinke
1) Þýskaland verður meistari, það held ég og vona innilega. Framundan eru síðustu leikir Toni Kroos á ferlinum. Við ætlum að gera þetta saman með Florian Wirtz, Kai litla og Musiala fremst á vellinum. Naglesmann er búinn að stilla saman strengina og drengina og það á að gera þetta #FürToni

2) Joshua Kimmich verður bestur. Svakalega skemmtilegur spilari sem mun tengja vel við Kroos og þeir finna fremstu menn sem munu svo sökkva andstæðingunum.

3) Ítalía kemur á óvart, Ítalir fara ekki upp úr riðlinum. Serbar munu koma á óvart á jákvæðan hátt, munu fara í 8-liða úrslit. Mitrovic funheitur eftir alvöru tímabil í Sádí. Ef einhver kann að finna hann í teignum þá er það Dusan Tadic.

Sölvi Haraldsson
1) Frakkland. Held að þeir fái Portúgala í úrslitum og vinni en ég er samt líka smá á því að Portúgalar geta tekið þetta. Frakkar kunna bara langbest á þessi stórmót og eru með alvöru markmann. Það er alvöru reynsla í þessu liði í bland við gæði. Langbesta knattspyrnuþjóð Evrópu, jafnvel heims, í dag og þeir munu held ég alltaf klára þetta. Engin áberandi veikleiki í þeirra liði og eru með alvöru markmann.

2) Ætla að gerast svo djarfur og segja að Kyli Kyli muni gjörsamlega rústa þessu móti. Nýkominn með Real dílinn og verður í stuði. Hann og Ronaldo verða jafnir markakóngar. Mjög djörf spá, ég veit.

3) Ætla að segja að öskubuskusagan verði að Georgía kemst upp úr riðlinum. Vinna Tyrki í fyrsta leik og það verður allt vitlaust. Síðan mun súper Ralf og hans lærisveinar í Austuríki fara allavegana í átta liða úrslitin. Austurríki munu koma Evrópu á ovart og enda fyrir ofan Hollendinga í riðlinum sínum.
Allir riðlarnir á EM skoðaðir með Gunna Birgis og Jóa Ástvalds
Athugasemdir
banner
banner