Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lætur Arsenal vita að hann vilji skoða sína möguleika
Reiss Nelson.
Reiss Nelson.
Mynd: EPA
Reiss Nelson, kantmaður Arsenal, hefur látið félagið vita að hann vilji skoða sína möguleika í sumar.

Þessi 24 ára gamli leikmaður skrifaði undir nýjan samning við Arsenal fyrir um ári síðan og hann er samningsbundinn félaginu til 2027.

Nelson spilaði ekki sérlega mikið á liðnu tímabili. Félög sýndu honum áhuga í janúar en Arsenal hafnaði öllum tilboðum.

Arsenal mun biðja um í kringum 20 milljónir punda til þess að samþykkja sölu á Nelson.

Crystal Palace, Nottingham Forest, Fulham og West Ham eru meðal félaga sem hafa áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner