Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Víkinga eiga tvo gíra inni - „Að öllum ólöstuðum sá besti á Íslandi"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís hefur verið frábær frá komu sinni frá Danmörku síðasta sumar.
Aron Elís hefur verið frábær frá komu sinni frá Danmörku síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar, liðið hefur skorað flest mörk, fengið fæst á sig og er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Á þetta benti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali eftir sigurinn gegn Fylki í 8-liða úrslitum bikarsins í gær.

Hann segir þó að liðið eigi enn tvo gíra inni. „Jón Guðni (Fjóluson) er að fá mínútur, spilaði annan 90 mínútna leikinn í röð í kvöld. Fyrir korteri síðan var gaurinn ekki búinn að spila leik í tvö og hálft ár. Hann er búinn að vera stórkostlegur fyrir okkur. Valdi (Valdimar Þór Ingimundarson) er að koma sterkari og sterkari inn, hann á eftir að skora í deildinni en hefur samt verið með virkilega öfluga frammistöðu."

„Mér finnst við, þrátt fyrir þessa góðu byrjun, samt eiga tvo gíra inni sem mér finnst helvíti öflugt."


Þú vonast væntanlega eftir því að menn fari að finna þessa gíra?

„Það er ósköp eðlileg ástæða fyrir því. EIn og með Jón Guðna, hans meiðslasögu, Valdi er nýr leikmaður, Pálmi (Rafn Arinbjörnsson) er nýr leikmaður og svo má ekki gleyma því að Aron (Elís Þrándarson), sem er að öllum ólöstuðum besti leikmaðurinn á Íslandi - ekkert flóknara en það - hann var meiddur í þrjá mánuði korteri fyrir mót. Og fleiri leikmenn að ströggla. Það er ekkert óeðlilegt að við eigum þessa gíra inni."

„Svo má ekki gleyma því heldur að við erum líka langheppnasta liðið sem er mjög gott líka,"
sagði Arnar og brosti. Hann vísaði þar í umræðuna um að stór atvik í dómgæslu séu að falla með Víkingi.
   02.06.2024 20:18
Arnar Gunnlaugs: Róum okkur á þessu propaganda gegn Víkingi

Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner