Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það var geggjað að sjá að hann var ekkert að væla eða kvarta"
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Bara geggjað. Það var ótrúlega gaman að sjá hann blómstra," sagði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður FC Kaupmannahafnar, í samtali við Fótbolta.net á dögunum er hann var spurður út í liðsfélaga sinn, Orra Stein Óskarsson.

Orri, sem er 19 ára, var frábær á lokakafla tímabilsins í Danmörku, skoraði sjö mörk í tólf leikjum fyrir FCK og greip tækifærið með báðum höndum eftir að hafa mikið verið notaður sem varamaður fyrr á tímabilinu.

„Hann átti það fyllilega skilið. Hann lenti í erfiðleikum í febrúar og mars. Var svolítið utan hóps en það var geggjað að sjá að hann var ekkert að væla eða kvarta. Hann hélt áfram að æfa og lét verkin tala," sagði Rúnar Alex um Orra.

„Hann á þetta fyllilega skilið."

Orri er leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. „Svo sannarlega. Hann er líka með góðan mann með sér að halda honum á jörðinni," sagði Rúnar Alex og brosti.

Það er eiginlega hálf ótrúlegt að Orri sé enn bara 19 ára miðað við hvað hann er kominn með mikla reynslu, en það verður afar spennandi að fylgjast með honum á næstu árum.
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Athugasemdir
banner
banner